Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Page 3

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Page 3
Tímarit löqfræðinqa 3. hefti • 50. árgangur nóvember 2000 RANNSÓKN Á ÍTREKUN AFBROTA Nýlega var kynnt rannsókn sem gerð hefur verið á tíðni ítrekaðra afbrota. Þessi rannsókn var gerð af dr. Helga Gunnlaugssyni dósent við Háskóla íslands, Kristrúnu Kristinsdóttur lögfræðingi í dómsmálaráðuneytinu og tveimur Banda- ríkjamönnum, þeim Eric Baumer og Richard Wright sem báðir starfa við Missouriháskólann í St. Louis. Fleiri unnu og að rannsókninni á ýmsum stigum hennar. Gerð er grein fyrir rannsókninni í skýrslu til íslenskra stjómvalda sem út kom í Reykjavík í október síðastliðnum. Skýrsluna er hægt að fá í dóms- málaráðuneytinu og einnig mun Háskólafjölritunin gefa hana út á næstunni. Hér er um að ræða hið þarfasta verk ekki síst í ljósi þess að almennar um- ræður um afbrot og refsingar hér á landi hafa yfirleitt ekki byggst á nægilega haldgóðum upplýsingum eins og oft vill verða um slíkar umræður. Má hér sem dæmi nefna að það virðist almenn skoðun að ofbeldisbrotum hafi fjölgað. Sam- kvæmt rannsókn sem dr. Helgi Gunnlaugsson gerði og náði til áranna 1988 til 1996 var tíðni slfkra afbrota svipuð frá ári til árs, fór þó heldur minnkandi þegar á tímabilið leið. Fyrir niðurstöðum sínum gerði Helgi grein í þessu tímariti, 2. hefti 1998. Þar reynir hann einnig að skýra hvers vegna áhyggjur manna af abrotum hafi aukist. Vera kann að eitthvað hafi sigið á ógæfuhliðina frá árinu 1996 og væri harla fróðlegt að sjá sams konar rannsókn á því tímabili. Það er af hinum góða að athygli beinist að þeim dapra þætti þjóðlífsins sem afbrotin eru. Helst virðist það gerast þegar einstökum tegundum afbrota fjölgar á ákveðnu tímabili, sem ekki þarf að vera langt. I kjölfarið fylgir gjarnan ákall um hertar refsingar við þeim brotum, eins og þar sé lausnin á vandanum fundin. Ákall af þessu tagi getur vissulega haft áhrif í þá átt að refsingar þyngist þegar til lengri tíma er litið. Það er einu sinni svo að afbrot, eins og þau hafa verið skilgreind á hverjum tíma, hafa fylgt mannkyninu í aldanna rás og aldrei verður fundin endanleg 169

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.