Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Síða 4

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Síða 4
lausn á þeim vanda. Viðfangsefnið er hins vegar það hvaða ráðum sé hægt að beita til þess halda vandanum í skefjum. Þá er eðlilegt að spurt sé, eins og löngum hefur verið gert, hvaða tilgangi refsingar þjóni í þessari eilífðarbaráttu. Þegar litið er til hvers einstaks afbrots þá er refsing sem lögð hefur verið við því og afplánun hennar endapunkturinn á mismunandi löngu ferli. Álögð refsing kemur því aldrei í veg fyrir það afbrot sem refsað er fyrir, þar þurfa aðrir hlutir til að koma. Hitt er svo aftur að óttinn við refsingar getur komið í veg fyrir afbrot, a.m.k. í mörgum tilfellum, og hefur þannig forvamargildi. Það er t.d. enginn vafi á því að sá möguleiki að missa ökuskírteinið, séu umferðarlög brotin, gerir umferð ökutækja skikkanlegri en hún annars væri. Væru refsingar við umferðarlagabrotum hertar að miklum mun frá því sem nú er þá er hins vegar miklum vafa undirorpið að umferðarmenningin myndi batna að sama skapi. I framangreindri rannsókn fjórmenninganna er leitað svara við „mörgum brýnum spurningum er lúta að því hvaða þættir auka eða draga úr líkum á ítrekun“, eins og orðrétt er tekið fram í skýrslunni um hana. Ekki er hægt að gera skýrslunni nokkur viðhlítandi skil hér á þessum knappa vettvangi, en í upphafi hennar er gerð grein fyrir helstu niðurstöðum rannsóknarinnar og skal á þær drepið. Rannsóknin náði til allra þeirra sem luku afplánun dóms með fangelsisvist eða samfélagsþjónustu eða fengu skilorðsbundinn dóm á tímabilinu frá 1. janúar 1994 til 30. nóvember 1998. Tíðni ítrekunar var mæld með því að kanna hvort lögregla hafði haft afskipti af viðkomandi á nýjan leik, hvort hann hefði aftur verið dæmdur fyrir afbrot eða setið í fangelsi enn á ný. Rannsóknin leiddi í ljós að meira en þriðjungur þeirra sem rannsóknin náði til, eða 38,8%, kom við sögu lögreglunnar innan tólf mánaða frá því að þeir luku afplánun með fangelsisvist eða samfélagsþjónustu eða höfðu fengið skil- orðsbundinn dóm, 60% innan þriggja ára og 68,2% innan fimm ára. Um það bil 12% þeirra sem luku afplánun voru dæmdir á ný innan eins árs frá fullnustudegi, 29% voru dæmdir á ný innan þriggja ára og 35% voru dæmdir á ný innan fimm ára. Innan eins árs höfðu 5% þeirra sem rannsóknin náði til verið fangelsaðir á ný, innan þriggja ára 19,5% og innan fimm ára 24%. Þetta sýnir að um fjórðungur allra sem rannsóknin náði til voru fangelsaðir á ný, rúmur þriðjungur hlaut nýjan dóm og lögregla hafði afskipti af tveimur af hverjum þremur á ný innan fímm ára frá því að þeir luku afplánun eða höfðu fengið skilorðsbundinn dóm. Þeir sem luku fangavist voru mun erfiðari viðureignar en hópurinn í heild sinni því að 37% þeirra voru fangelsaðir á ný, 44% hlutu nýjan dóm og af 73% þeirra þurfti lögregla að hafa afskipti á ný, allt innan fimm ára. Af þeim sem hlutu skilorðsbundinn dóm voru 15% fangelsaðir eftir nýjum dómi, 29% þeirra voru dæmdir á ný og af 66% hafði lögregla afskipti á nýjan leik innan sama tíma. 170
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.