Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Side 8

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Side 8
1. INNGANGUR Samkvæmt réttarfarslögum á skriflegur rökstuðningur dómara um niður- stöðu í dómsmáli að koma fram í dómi. Þannig segir í 1. mgr. 135. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991, sbr. 5. gr. laga nr. 37/1994, að í dómi skuli meðal annars greina röksemdir dómara um niðurstöðu og viðurlög. I röksemd- um skuli koma skýrlega fram hvað dómari telji sannað í máli og með hverjum hætti. í 1. mgr. 114. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 segir og að í forsendum dóma skuli greina rökstudda niðurstöðu um sönnunaratriði og laga- atriði, sbr. f lið lagaákvæðisins. Þrátt fyrir þessar ótvíræðu lagareglur hafa dómar stundum sætt gagnrýni fyrir ófullnægjandi rökstuðning. Hér á landi hefur þó ekki verið skrifað mikið í fræðirit um rökstuðning dóma.1 Eðlilega er fjallað um rökstuðning dómsúr- lausna í öðrum löndum af fræðimönnum og öðrum, t.d. í Danmörku.2 Fræðileg gagnrýni hlýtur að vera sjálfsögð í þessu sambandi „og er almennt talin heppileg og vænleg til þróunar heilbrigðu réttarfari“.3 Réttilega hefur verið bent á að „... fagleg og heiðarleg gagnrýni er af hinu góða“.4 Hér verður fjallað um lagareglurnar, sem í upphafi var vísað til, þar sem segir að í dómi skuli koma fram rökstudd niðurstaða dómara um tiltekin atriði. Þótt reglurnar þyki sjálfsagðar og þrátt fyrir að í þeim felist ekki annað en fyrirmæli um eðlileg vinnubrögð dómara er ekki þar með sagt að það liggi í augurn uppi hvemig þær verði best skýrðar. Þjálfaður dómari getur oft beitt þeim án þess að hann þurfi að leiða hugann að því sérstaklega hvemig hann fer að því hverju sinni. Því er áhugavert að kanna hvað felist í þessum reglum, hvernig þær verði túlkaðar og hvemig þeim hefur verið beitt. 1 Til viðbótar því sem fram kemur um rökstuðning dóma í almennum réttarfarsritum, sbr. heim- ildaskrá, er bent á eftirfarandi greinar og aðra umfjöllun um efnið: „Gagnrýni dómsúrlausna" eftir Einar Arnórssom íTímariti lögfræðinga, 1. hefti 1953, bls. 1-4; „Afstaða dómara til andsvara við gagnrýni" eftir Árna Tryggvason í sama riti, 4. hefti 1953, bls. 193-200; „Nokkrar athugasemdir við grein Áma Tryggvasonar" eftir Einar Arnórsson t' sama riti, 1. hefti 1954, bls. 50-56; „Samn- ing dóma“ eftir Benedikt Sigurjónsson, Harald Henrysson og Magnús Thoroddsen í sama riti, 2. hefti 1978, bls. 66-86; „Gagnrýni á dómstólana og forsendur dóma“ eftir Hjördísi Hákonar- dóttur í Skírni, vor 1988, bls. 164-171; „Rökfærsla í dómum og stjómvaldsákvörðunum“ eftir Þór Vilhjálmsson í sama riti, haust 1988, bls. 378-388; „í bókahillunni. Það á ekki að semja dóm „fyrir" einhvem" eftir Björn Þ. Guðmundsson í Tímariti lögfræðinga, 4. hefti 1988, bls. 266-269; „Um rök og réttlæti" eftir Hjördísi Hákonardóttur í sama riti, 2. hefti 1989, bls. 133-135; „Rök- stuðningur er ekki síst fyrir dómarann sjálfan" eftir Jón Steinar Gunnlaugsson í sama hefti, bls. 135-136 og „Rökstuðningur dóma“ eftir Garðar Gíslason í sama riti, 3. hefti 1989, bls. 145-147. 2 Sjá t.d. greinar í UfR: „Nogle Bemærkninger om Domsbegrandelsen", 1946 B, bls. 170-172 og „Om domsbegrundelsen", 1970 B, bls. 245-256 eftir prófessor Knud Illum; „Dommens sprog“, 1985 B, bls. 313-320 eftir Peter Blume; „Domssproget - et svensk reformforslag og en dansk kritik", sama ár, bls. 345-351 og „Mere om domssproget", 1986 B, bls. 249-251 eftir P. Spleth. 3 Árni Tryggvason: „Afstaða dómara til andsvara við gagnrýni" í Tímariti lögfræðinga, 4. hefti 1953, bls. 194. 4 Magnús Thoroddsen: „Samning dóma“ í'Tímariti lögfræðinga, 2. hefti 1978, bls. 83. 174

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.