Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Blaðsíða 13

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Blaðsíða 13
Röksemdir dómara geta haft þýðingu við túlkun og greiningu á því hvernig réttarheimildum er beitt en í rökstuðningi dómsúrlausnar kemur fram hver rétt- urinn er í því tilviki sem um ræðir hverju sinni. Þetta á sérstaklega við um rök- stuðning í dómum Hæstaréttar.11 Röksemdir fyrir dómsniðurstöðu geta haft þýðingu þegar fordæmisgildi dóms er metið og þær eru auk þess sérstaklega mikilvægar þegar dómur hefur fordæmisgildi.12 Röksemdir í dómsúrlausnum geta þannig orðið grundvöllur réttarreglu.13 Af röksemdum dómara má oft draga margvíslegan lærdóm.14 Þótt hverri dómsúrlausn sé aðeins ætlað að hafa bindandi réttaráhrif fyrir aðila málsins getur rökstuðningur í dómi haft almenna þýðingu, m.a. fyrir réttarþróunina og lögfræðina sem fræðigrein. Röksemdir dómara eru einnig settar fram fyrir málsaðila þótt deilt hafi verið um fyrir hvern dómur sé skrifaður.15 Sérstaklega er mikilvægt fyrir þann sem dæmdur hefur verið til að þola refsingu að hann geti séð rökin fyrir því.16 Sama gildir um þann sem tapar máli en röksemdirnar eiga að leiða í ljós hvers vegna hann tapaði málinu.171 rökstuðningi kemur stundum fram að málsaðili kunni að eiga þann rétt sem deilt er um en honum hafi ekki tekist að sanna þau atvik sem eru skilyrði fyrir því að honum verði dæmdur rétturinn. Þetta getur verið mik- ilvægt fyrir hann að fá að vita. Málsaðili þarf enn fremur að sjá rök fyrir nið- urstöðu dóms til þess að hann geti tekið ákvörðun um áfrýjun.18 Rökin geta í stjómvaldsákvörðunum" að skyldan til að rökstyðja dóma stuðli sjálfsagt að vönduðum vinnu- brögðum dómstólanna og knýi dómara til að hyggja að öllum atriðum, sem taka þurfi tillit til. Har- aldur Henrysson segir á bls. 70 í erindinu „Samning dóma“ að það hljóti að vera dómara sjálfum aðhald að þurfa jafnan að birta forsendur fyrir dómum sínum og girði það í nokkrum mæli fyrir fljótfæmislegar og handahófskenndar niðurstöður. 11 Sjá bls. 237 í bókinni Den dómmende makt eftir Karsten Gaarder: „Sakfórere og dommere fár gjennom Retstidendes referater beskjed om hva Hóyesterett anser som „gjeldende rett““. 12 Per Olof Ekelöf: Rattegáng V, bls. 205. 13 Til samanburðar má geta þess að í Bandaríkjunum, þar sem fordæmi er á mörgum sviðum réttarins mikilvægasta réttarheimildin, skipta röksemdir dómsins oft mestu máli við ákvörðun á efni réttarreglu sem þannig hefur orðið til. Þetta sést af dómum og í kennslubókum í lögfræði, case- books, sem útskýra réttarreglumar með þvf að fjalla um og greina rökin í dómsforsendum. 14 Karsten Gaarder: Den dpmmende makt, bls. 234: „Men dommens betydning som veileder for jurister og publikum avhenger ogsá av hvordan dommen er skrevet, m.a.o. av premissenes utformn- ing“. 15 Sjá t.d. greinar Björns Þ. Guðmundssonar: „í bókahillunni. Það á ekki að semja dóm „fyrir“ einhvern" og Jóns Steinars Gunnlaugssonar: „Rökstuðningur er ekki síst fyrir dómarann sjálfan" í Tímariti lögfræðinga sem vitnað er til í neðanmálsgrein 1. 16 Mikilvægt er einnig að hann geti skilið rökin, sbr. Peter Blume: Dommens sprog, bls. 318. 17 „En tilfredsstillende begrundelse tilfredstiller ogsá den tabende part“. Knud Illum: Om doms- begrundelsen, bls. 247. Sama sjónarmið kemur fram hjá Hjördísi Hákonardóttur í grein hennar „Legal Language: A Tool and Justice" á bls. 85 í ritinu Law, Justice and the State IV: „If we are treated badly without proper explanation our sense of justice is hurt, but when offered an explan- ation we can accept we no longer feel wronged ...“, og hjá Þór Vilhjálmssyni á bls. 382 í grein- inni „Rökfærsla f dómum og stjómvaldsákvörðunum: „Sá sem tapar máli kann að sætta sig betur við orðinn hlut, ef niðurstaðan er skýrð í forsendum". 18 Jo Hov: Rettergang i sivile saker, bls. 457; Bernhard Gomard: Civilprocessen, bls. 487; Lene Pagter Kristensen: Juridisk grundbog 3. Dommen-Sproget, bls. 125 og Per Olof Ekelöf: Ratte- gáng V, bls. 205. 179
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.