Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Qupperneq 15
að í dómi skuli m.a. greina sakarefni, lýsingu málsatvika í aðalatriðum og rök-
semdir dómara um niðurstöðu og viðurlög. í röksemdum skuli skýrlega koma
fram hvað dómari telji sannað og með hverjum hætti. Dómari má ekki fara út
fyrir kröfur aðila í dómi samkvæmt 1. mgr. 111. gr. laga um meðferð einkamála,
nema um atriði sé að ræða sem honum ber að gæta af sjálfsdáðum, og hann má
ekki byggja niðurstöðu á málsástæðu eða mótmælum sem hefðu mátt koma
fram en gerðu það ekki við meðferð máls, sbr. 2. mgr. sömu lagagreinar. Sam-
kvæmt 1. mgr. 117. gr. laga um meðferð opinberra mála má hvorki dæma
ákærða fyrir aðra hegðun en þá sem í ákæru greinir né heldur dæma aðrar kröfur
á hendur honum.
Með þessum lagafyrirmælum er sagt hverju skuli gera grein fyrir í forsend-
um dóma, hvernig beri að lýsa sakarefninu, á hvem hátt rökleiðsla verði byggð
upp, á hvaða grundvelli leyst verði úr dómsmáli og að í dómi beri að taka skýra
og rökstudda afstöðu til ákveðinna atriða. Undantekningar gilda um útivist-
armál, sbr. 1. mgr. 113. gr. laga um meðferð einkamála, og mál sem dæmd eru
samkvæmt skýlausri játningu ákærða eða að honum fjarstöddum, sbr. 2. mgr.
135. gr. laga um meðferð opinberra mála. Þessar undantekningar hafa ekki þýð-
ingu fyrir efnið sem hér er til umfjöllunar.
Rökstuðningi verður að haga með tilliti til reglunnar í 1. mgr. 116. gr. laga
um meðferð einkamála en þar segir að dómur sé bindandi um úrslit sakar-
efnisins milli aðila og þeirra sem koma að lögum í þeirra stað, um þær kröfur
sem eru dæmdar þar að efni til. Samkvæmt 2. mgr. 137. gr. laga um meðferð
opinberra mála bindur dómur ákærða, ákæranda og aðra um þau atriði sem þar
eru dæmd. Dómur hefur fullt sönnunargildi um þau málsatvik sem í honum
greinir þar til það gagnstæða er sannað, sbr. 4. mgr. 116. gr. laga um meðferð
einkamála og 1. mgr. 138. gr. laga um meðferð opinberra mála. Vegna þessara
reglna er mikilvægt að fram komi hvað lagt var til grundvallar við úrlausn
málsins. Ef það er óljóst getur slíkt leitt til þess að erfitt verður að túlka hvaða
þýðingu eða réttarverkan dómurinn hefur. Vandi getur hlotist af því ef deilt er
um það eftir að dómur er fallinn hver úrslitin voru eða hvað lá til grundvallar
þeirri niðurstöðu sem dómurinn kveður á um. Með skýrum og skiljanlegum
röksemdum má koma í veg fyrir slík vandamál.22
I rökstuðningi þarf að koma fram allt sem nauðsynlegt er til að af því megi
sjá hvað leiddi til niðurstöðunnar. Annað þarf almennt ekki að koma fram. Með
rökstuðningnum verður þó að gera öllum atriðum tæmandi skil þannig að ekki
þurfi að leita annað eftir upplýsingum eða útskýringum um það hvað réði nið-
urstöðunni. Dómurinn verður að þessu leyti að geta staðið sjálfstætt. Með því
verða röksemdimar fyrir niðurstöðunni skiljanlegar. Ljóst þarf að vera hver
grundvöllur málsins er og dómur verður að vera byggður á lagalega traustum
22 Þór Vilhjálmsson segir á bls. 64 í Réttarfari III að oft sé erfitt að skilja að hina dæmdu kröfu
og forsendur hennar. Hann nefnir dæmi um forsendu sem geti verið svo nátengd kröfunni að dóm-
inn verði að telja bindandi um hana á sama hátt og um kröfuna.
181