Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Síða 17
málsástæðum“.24 Dómari er í aðalatriðum bundinn af því hverra sönnunargagna
málsaðilar afla en samkvæmt 1. mgr. 48. gr. laga um meðferð opinberra mála
skal dómur reistur á sönnunargögnum, sem færð eru fram við meðferð máls
fyrir dómi, og samkvæmt 1. mgr. 46. gr. laga um meðferð einkamála afla aðilar
sönnunargagna ef þeir fara með forræði á sakarefninu.
Framangreindar reglur hafa áhrif á það hvernig dómari hagar röksemdum í
hverju máli þar sem þær binda hann á ákveðinn hátt þegar hann leysir úr
sakarefninu. Kröfur málsaðila og atvikalýsingin, sem málatilbúnaðurinn er
reistur á, ráða því miklu um aðferðir og annað sem varðar röksemdir dómara en
honum ber að leysa úr málinu á þeim grundvelli sem það er lagt fyrir dóminn.
Af þessu leiðir að ekki verða settar fram einhlítar skilgreiningar á því hvernig
rökstuðningi dómara verði almennt hagað þar sem aðferðin í hverju tilfelli
ræðst að mestu af sakarefninu og málatilbúnaði aðila hverju sinni.25
Þrátt fyrir framangreindar reglur hefur dómari nokkur afskipti af málatilbún-
aði aðila. Honum ber samkvæmt 3. mgr. 101. gr. laga um meðferð einkamála að
fylgjast með máli í öllum aðalatriðum og spyrja aðila um hvert það atriði, sem
honum þykir óljóst og kann að hafa þýðingu, og skal hann kosta kapps um að
yfirlýsingar þeirra verði nægilega glöggar. Samkvæmt þessu leitar dómari
skýringa hjá málsaðilum eftir þörfum og gætir þess að málatilbúnaður þeirra sé
skýr og skilmerkilegur. Sama gildir í opinberum málum. Samkvæmt 3. mgr.
128. gr. laga um meðferð opinberra mála getur dómari beint til ákæranda að afla
gagna um tiltekin atriði máls eftir því sem honum þykir nauðsynlegt til skýr-
ingar á máli.26
I 2. mgr. 111. gr. laga um meðferð einkamála segir að sé atviks getið í
framlögðu skjali en aðili hafi ekki hreyft því sérstaklega sem málsástæðu við
flutning máls meti dómari eftir atvikum hvort sú málsástæða komi til greina.
Þessi regla víkur ekki aðeins frá meginreglunni um forræði málsaðila á
sakarefninu heldur getur hún einnig farið í bága við aðrar meginreglur réttarfars
svo sem jafnræðisregluna og andmælaregluna. Reglan vekur því ýmsar spurn-
ingar um réttaröryggi og hún getur leitt til vandamála vegna hagsmunaárekstra
málsaðila. Af sömu ástæðu getur verið vandasamt að ákveða hvemig reglunni
verði beitt og enn erfiðara verður en ella að gefa almennar leiðbeiningar í þeim
efnum.27
Hafi málsaðili ekki gætt þess að byggja kröfu á atviki, sem kemur fram í
skjali, gæti hann orðið fyrir réttarspjöllum. Dómari hefur heimild til að byggja
24 Þór Vilhjálmsson: „Rökfærsla í dómum og stjórnvaldsákvörðunum", bls. 380.
25 Þetta gæti verið skýringin á því hve fátítt er, a.m.k. hér á landi, að fram komi almennar réttar-
farslegar leiðbeiningar um það hvernig rökstyðja eigi niðurstöður í dómsmáli.
26 Enn frekari undantekingar gilda í einkamálum þar sem málsaðilar hafa ekki á sama hátt forræði
á sakarefninu, t.d. í málum vegna ágreinings um forsjá bama, sbr. 2. mgr. 62. gr. bamalaga nr.
20/1992, en um þau tilvik verður ekki fjallað hér.
27 Gunnar Aasland gerir grein fyrir sjónarmiðum í þessu sambandi í grein sinni: „Rettens stilling
til partenes anfprsler i tvistemál", í TfR 1967, bls. 157-200.
183