Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Blaðsíða 20
innar frekar hér og er vísað til hennar um þessi og önnur atriði sem þar koma fram.
Málinu var áfrýjað og í H 1987 129 segir að ákærði sé í ákæru saksóttur fyrir brot í
opinberu starfi sem talið sé varða við 139. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940,
auk þess sem sakaratriði í I. kafla A og C séu einnig talin varða við 158. gr., sbr. 138.
gr. sömu laga. Atferli ákærða í inngangskafla ákæru sé gagngert lýst sem broti gegn
139. gr. og er í dóminum vísað í orðalag ákærunnar. Hins vegar sé háttsemi ákærða
hvorki lýst sem brotum gegn 247. gr. né 249. gr. hegningarlaga. Þegar af þeirri ástæðu
komi eigi til mála að beita þeim ákvæðum, svo sem gert hafi verið í héraðsdómi,
heldur verði málið dæmt á þeim grundvelli sem lagður hafi verið í ákærunni.
Þar sem málsaðilar leggja grunninn að málinu samkvæmt framangreindum
reglum er mikilvægt að það sé rétt gert. Þeim ber að greina kröfur og málsástæður
„svo glöggt sem verða má“, svo og önnur atvik þannig „að samhengi máls-
ástæðna verði ljóst“, en lýsing á þessu „skal vera gagnorð og svo skýr að ekki fari
milli mála hvert sakarefnið er“ eins og fram kemur í d og e liðum 1. mgr. 80. gr.
og 2. mgr. 99. gr. laga um nteðferð einkamála. Málsaðilum ber að gefa glöggar
og greinilegar yftrlýsingar fyrir dómi, sbr. 3. mgr. 101. gr. sömu laga.
Reglan unt skýran málatilbúnað þjónar margvíslegum tilgangi, m.a. þeim að
unnt verði að reka málið í samræmi við aðrar réttarfarsreglur og að dómur verði
réttilega lagður á það. Skýr málatilbúnaður er líka mikilvægur í ljósi þess sem
áður sagði að dómari megi almennt ekki byggja niðurstöðu á öðru en því sem
málsaðilar hafa byggt kröfur í málinu á. Þess vegna eiga málsaðilar að setja
atvik fram í rökréttu samhengi þar sem aðalatriði eru greind frá aukaatriðum,
þar sem þeir draga rökréttar ályktanir af því sem þeir setja fram og þar sem þeir
greina skilmerkilega hver atvik þeir telji að hafi þýðingu að lögum, á hvern hátt
og hvers vegna.
Erfitt getur verið að sjá af málatilbúnaði aðila hverjar málsástæður þeirra eru.
I sumurn tilfellum eru þær ekki tilgreindar skilmerkilega.29 Stundum er óljóst til
hvers þær eigi að leiða að lögum og á hvern hátt eða hver tengslin eru milli þess
sem sett er fram. Dæmi eru einnig um ógreinilega framsetningu á málavaxta-
lýsingu, staðhæfingum, skýringunt og röksemdum málsaðila. Mikilvægt er að
tilgreina málsástæður eins nákvæmlega og kostur er þannig að bæði gagnaðila
og dómara megi verða ljóst hverjar þær eru. Tilvísun málsaðila til lagaákvæða
eða réttarreglna hefur hins vegar aðra þýðingu vegna þess að dómari er ekki
bundinn af lagatilvísunum, sem málsaðilar setja fram, á sama hátt og hann er
bundinn af kröfum og málsástæðum þeirra.30 Þetta er mikilvægt að hafa í huga
við málatilbúnaðinn.
Ófullnægjandi málatilbúnaður aðila getur haft réttarfarslegar afleiðingar.
29 Poul Sorensen bendir á að ekki liggi endilega ljóst fyrir hverjar málsástæður aðila eru, aðallega
vegna þess að þær hafi ekki jafn skýra merkingu og séu ekki tilgreindar á sama formlega hátt og
kröfur. Juridisk Grundbog 3. Dommen-Sproget, bls. 72.
30 Á bls. 27-28 í Einkamálaréttarfari gerir Markús Sigurbjörnsson skilmerkilega grein fyrir því
hvernig málsástæður aðila binda dómara við úrlausn málsins og hvers vegna hann sé ekki með sam-
bærilegum hætti háður skírskotun þeirra til réttarreglna eða lögskýringa.
186