Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Síða 21

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Síða 21
Stundum vantar mikið upp á að máltilbúnaðurinn sé fullnægjandi. Það leiðir oft til þess að gagnaðili getur ekki tekið til varna þar sem engan veginn er unnt að átta sig á efni málsins, á hverju kröfur eru byggðar eða hverjar röksemdirnar eru fyrir því að þær ættu samkvæmt lögum að ná fram að ganga. Þetta getur einnig haft þær afleiðingar að dómara verði ófært að rökstyðja niðurstöðu í málinu í samræmi við réttarfarsreglur og þau lögmál sem honum ber að virða. Getur það leitt til frávísunar málsins ef það á við. I dómi Hæstaréttar frá 2. maí 2000 í máli nr. 152/2000 er staðfestur úrskurður héraðsdómara um frávísun með vísan til forsendna hans. í úrskurðinum segir m.a. að stefnandi hafi í málatilbúnaði sínum ekki uppi neinar sjálfstæðar málsástæður, sem hann byggi kröfur sínar á, heldur taki hann upp orðréttar tilvitnanir og geri þær að sínum án þess að sýna fram á hvernig þær ættu að leiða til þess að kröfur hans næðu fram að ganga. Þá hafi hann uppi tilvitnanir í lög og stjómarskrá án þess að reyna að sýna fram á hvernig skilyrði í rækjuveiðileyfi, sem hann krafðist ógildingar á, væru í andstöðu við þau lagafyrirmæli. í öðrum tilvikum eru ágallarnir ekki eins alvarlegir. Þá er hugsanlega unnt að bæta úr þeim með því að gefa málsaðila kost á að skýra það sem er óljóst. Dómari hefur auk þess heimildir til að túlka eða skýra málatilbúnaðinn. Það er orðað þannig í rökstuðningi dómsins að ákveðin atriði í málatilbúnaði aðila verði skilin á tiltekinn hátt. 2.2.b Reglur um sönnun og sönnunarmat Samkvæmt því sem hér að framan hefur komið fram þarf dómari að taka rök- studda afstöðu til þess í dómsúrlausn hvað talið er sannað í hverju máli. Atvikin, sem talin eru sönnuð, hafa réttarfarslega þýðingu en þau, ásamt óumdeildum atvikum, verða lögð til grundvallar niðurstöðu í málinu. Það þýðir hins vegar ekki endilega að atvikin, sem talin eru sönnuð, séu að öllu leyti rétt eða sönn þótt markmið réttarfarsreglna um sönnun sé að dómur verði byggður á því sem er í samræmi við raunveruleikann. I opinberum málum gilda t.d. mjög strangar reglur um sönnun af augljósum ástæðum. Er því enn meiri hætta en ella á að lögfull sönnun takist ekki þrátt fyrir að „brotið“ hafi í raun og vem verið framið. Þegar tekin er afstaða til þess hvort tekist hafi að sanna staðhæfingu er það gert þannig að metið er það sem fram kemur í gögnum málsins. Niðurstaðan veltur oftast á því hvernig gögnin eru metin og hverjar ályktanir verði réttilega dregnar af því sem fram kemur í þeim. Rökin fyrir niðurstöðu sönnunarmatsins em vegin og metin gegn þeim rökum sem leiða til gagnstæðrar niðurstöðu. Það er dómarans að meta sönnunargildi þess sem fram hefur komið í málinu en það gerir hann samkvæmt réttarreglum um sönnun, sönnunarbyrði og sönnunarmat. Þessar reglur hafa því áhrif á það hvernig dómari hagar rökstuðningi þegar hann tekur afstöðu til þess í dómi hvað hann telur sannað. I greinargerð með frumvarpi, sem varð að lögum nr. 85/1936 um meðferð einkamála í héraði, segir um 122. gr., en greinin fjallar um sönnunarmat dómara, að eins og í 187
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.