Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Síða 22

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Síða 22
hinum nýrri réttarfarslögum annana þjóða sé ekki lagt band á dómara um það, hvenær framkomin sönnun sé fullnægjandi, eins og oft hafi verið gert í réttarfars- lögum á fyrri tímum. Sönnun, sem fólgin hafi verið í framkvæmd ákveðinna athafna, eins og t.d. jámburður í fornöld, sé nú út af fyrir sig að engu metin. Það sé nú á dögum lagt á vald dómara að meta eftir heilbrigðri skynsemi og mannlegri reynslu, hvenær telja verði ákveðið atriði sannað og sé sú regla að sjálfsögðu helguð hér.31 Þessi grundvallarsjónarmið eru óbreytt í núgildandi réttarfarslögum. Sönnunarmati í sakamálum ber samkvæmt 46. gr. laga um meðferð opinberra mála að haga þannig að metið verði „hverju sinni hvort nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, sé fram komin um hvert það atriði sem varðar sekt og ákvörðun viðurlaga við broti, þar á meðal hvaða sönn- unargildi skýrslur ákærða hafi, vitnisburðir, mats- og skoðunargerðir, skjöl og önnur sýnileg sönnunargögn“. Dómari metur einnig hvert sönnunargildi þær staðreyndir hafi sem varða ekki beinlínis það atriði sem sanna skal en ályktanir má leiða af um það, sbr. 47. gr. sömu laga. Samkvæmt 1. mgr. 44. gr. laga um meðferð einkamála sker dómari úr því hverju sinni eftir mati á gögnum, sem hafa komið fram í máli, hvort staðhæfing um umdeild atvik teljist sönnuð, enda bindi fyrirmæli laga hann ekki sérstak- lega um mat í þeim efnum. Dómari metur sönnunargildi vitnisburðar við úr- lausn máls samkvæmt 59. gr. sömu laga. Dómari metur í samræmi við þetta hvað beri að telja sannað og hvernig sönnunarbyrði er háttað í hverju máli. Meginreglan samkvæmt framangreindu er því sú að sönnunarmat dómara er frjálst en ekki lögbundið eins og áður. Frjálst sönnunarmat þýðir að lög binda dómara ekki á ákveðinn hátt við sönnunarmatið, þ.e. lög mæla ekki fyrir um að tiltekin atriði teljist sönnuð með tilteknum hætti. Markmið reglunnar um frjálst sönnunarmat er að sem mestar líkur verði á því að raunveruleg atvik og aðstæður verði lagðar til grundvallar við úrlausnir dómsmála. Reglan um frjálst sönnunarmat þýðir ekki að dómarinn hafi óheft frelsi við matið. Mat hans verður m.a. að vera byggt á heilbrigðri skynsemi og hann þarf auk þess að gæta samræmis í úrlausnum. Þetta þarf að skilgreina nánar. Dómarar ákveða ekki refsingar og meta ekki sanngirniskröfur eða sönnunargögn eftir tilviljun eða duttlungum. Mælikvarðarnir eru mótaðir á löngum tíma og sóttir í smiðju til viðhorfa innan lögfræðingastéttarinnar, sem menntun og starfsreynsla hafa skerpt. Þessi viðhorf taka breytingum, hægt að jafnaði, en í samræmi við almenn viðhorf í þjóðfélaginu. Þessi hægagangur tryggir samræmi og jafnrétti milli þeirra, sem ákvarðanimar varða. Dómarar eins og allir lögfræðingar og allir menn hafa mismunandi viðhorf. Vitanlega verður ekki sagt, að það hafi aldrei áhrif á ákvarðanir þeirra, en starfsuppeldið stefnir að því að kenna mönnum að láta ekki persónuleg viðhorf ráða ferðinni.32 31 Alþingistíðindi 1935 A, þskj. 448, bls. 964. 32 Þór Vilhjálmsson: „Staða Hæstaréttar í stjórnskipuninni" í Tímarit lögfræðinga, 1. hefti 1995, bls. 45. 188
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.