Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Side 23

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Side 23
Við sönnunarmatið verður dómarinn að gæta þess að láta ekki geðþótta eða einstaklingsbundin sjónarmið sín ráða niðurstöðunni.33 Persónuleg afstaða dómara á einmitt ekki að hafa áhrif á það hvernig hann rökstyður niðurstöðu í dómsmáli vegna þess að það væri ekki í samræmi við regluna um óhlutdrægan dómstól, sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 1. mgr. 8. gr. stjórnskipunarlaga nr. 97/1995, og 1. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994.34 Reglan um frjálst sönnunarmat dómara hefur einnig verið skilgreind þannig: Sönnunarmat dómara er frjálst, eins og sagt er, en í dómi sínum má hann ekki byggja á tilfinningu sinni eingöngu eða einhverjum innblæstri. Niðurstaða hans verður að vera grundvölluð á hlutlægu mati á þeim sönnunargögnum, sem flutt eru fram í málinu. Aðrir en dómarinn eiga að geta komist að sömu niðurstöðu með því að kanna það sem fram er fært, eins og dómarinn og beita skynsamlegri röksemdafærslu. Með öðrum orðum má segja, að dómarinn eigi að sannfærast um niðurstöðuna eða komast að niðurstöðu með því að kanna eða íhuga framflutt sönnunargögn af fyllstu alúð og samviskusemi og beita skynsamlegri röksemdafærslu.35 Matið verður þó að einhverju leyti háð viðhorfi dómara vegna þess að hann verður óhjákvæmilega að styðjast við eigin dómgreind. En þegar hann metur hvort fram hefur komið lögfull sönnun hlýtur hann að gera það „eins og lög- fróður, góður og skynsamur maður myndi að hans hyggju almennt gera.“36 Reglan um „frjálst sönnunarmat felur ekki í sér frelsi til að láta niðurstöðu sönnunarmatsins ráðast af öðru en því, sem dómarinn eftir beztu þekkingu og samvisku telur satt, rökrétt og í samræmi við almenn lagaleg viðhorf“.37 Rök- semdir dómara eiga samkvæmt þessu ekki að vera byggðar á geðþótta, sér- visku, tilfinningum eða persónulegum skoðunum hans. í opinberum málum hvílir sönnunarbyrði um sekt sakbomings og atvik, sem telja má honum í óhag, á ákæruvaldinu, sbr. 45. gr. laga um meðferð opinberra mála. Samkvæmt 2. mgr. 70. gr. stjómarskrárinnar, sbr. 2. mgr. 8. gr. stjórnskip- unarlaga nr. 97/1995, skal hver sá sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð. í 2. mgr. 6. gr. Mannrétt- 33 „Ekki má skilja orðin „frjálst mat“ þannig, að átt sé við einstaklingsbundna, lauslega og e.t.v. tilfinningamótaða handahófsákvörðun. Við matið ber að beita algerlega hlutlægu sjónarmiði og miða það við gögn máls þannig, að aðrir, sem til þekkja, geti fallizt á að matið sé rétt“. Einar Arnórsson og Theodór Líndal: Réttarfar II, bls. 188. 34 Sjá einnig P. van Dijk og G.J.H. van Hoof á bls. 452 í Theory and Practice of the European Conventíon on Human Rights: „Although a judge of course also has personal emotions, also during the proceedings, he must not allow himself to be led by them during the hearing of the case and in the formation of his opinion“. 35 Bogi Nilsson: „Um sönnunargögn og sönnunarfærslu í sakamálum". Úlfljótur, 4. tbl. 1991, bls. 343. 36 Björn Þ. Guðmundsson: Lögbókin þín, bls. 391. 37 Þór Vilhjálmsson: Réttarfar III, bls. 49. 189

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.