Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Qupperneq 25

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Qupperneq 25
vera sannfærandi eða að minnst kosti þannig að vafinn styðjist við haldbær rök sem unnt er að taka mark á. Þess vegna er sérhver hugsanlegur vafi í sjálfu sér ekki fullnægjandi röksemd fyrir sýknu heldur þarf vafinn að vera raunveru- legur. Ef hann er það ekki verður oftast að líta svo á að ekki sé um vafa að ræða. Sönnun er þá hafin yfir allan skynsamlegan vafa.42 I þessu sambandi er áhugavert að kanna nánar hvað átt er við með því að sönnun teljist fullnægjandi verði hún ekki „vefengd með skynsamlegum rök- um“ eins og segir í 46. gr. laga um meðferð opinberra mála. A Vísindavef Há- skóla íslands skilgreinir Erlendur Jónsson „skynsamleg rök“ þannig: Með „rökum“ er átt við röksemdafærslu, það er að settar eru fram ein eða fleiri full- yrðingar - sem kallaðar em forsendur - og ályktun eða niðurstaða, sem fullyrt er á grundvelli forsendnanna. Með öðrum orðum, forsendurnar styðja niðurstöðuna, eða þeim er að minnsta kosti ætlað að styðja hana. Almennt má segja, að þeim mun betur sem forsendumar styðja niðurstöðuna, þeim mun betri eða skynsamlegri séu rökin.43 Niðurstaða dómara um að fram hafi komið sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, ætti samkvæmt þessu að vera byggð á forsendum sem styðja hana, en því betur sem forsendur dómsins styðja niðurstöðuna þeim mun haldbetri verða rökin fyrir henni. í sönnunarmati þarf oft að draga ályktanir af því sem fram hefur komið.44 Dómari þarf að meta hver atvik skipti máli fyrir sönnunarmatið, hvemig þau skipti máli og hverjar ályktanir verði af þeim dregnar. Þekking dómara á mann- legum viðbrögðum, eiginleikum og hegðun er oft nauðsynleg til að dómara verði fært að taka rökrétta afstöðu í þessum efnum. Það á sérstaklega við í erfiðum sakamálum. Rökrétt hugsun og yfirsýn yfir margvíslega og ólíka þætti er því nauðsynleg til að sönnunarmat verði stutt fullnægjandi rökum. Dómarar öðlast í starfi umtalsverða þekkingu og þjálfun í mati á háttemi manna, svo sem á því hvað skipti máli og hvemig það verði sett í rökrétt sam- hengi. Samt sem áður nægir það þó ekki í öllum tilvikum. Vandasamt getur verið að meta samskipti, tilfinningar og tengsl einstaklinga, t.d. innan fjöl- skyldu, þar sem þessi atriði geta verið flókin og hafa ekki endilega augljósa þýðingu. í slíkum tilvikum er oft torvelt að meta hverjar ályktanir verði réttilega dregnar af því sem fyrir liggur, hvernig það verði metið og á hvern hátt það skipti máli fyrir sönnunarmatið. Ef mat dómara um þessi atriði er í ósamræmi við bestu þekkingu á hverjum tíma er hætta á að rökin fyrir niðurstöðu í málinu verði ekki talin sannfærandi. 42 f dönsku er í þessu samhengi talað um „rimelig tvivl", sbr. neðanmálsgreinar 38 og 40, í norsku „rimelig tvil“ og í ensku „reasonable doubt". 43 http://www.visindavefur.hi.is/svor/svar_619.html 44 Á það reynir t.d. við beitingu reglunnar í 47. gr. laga um meðferð opinberra mála um að dómari meti eftir atvikum hvert sönnunargildi þær staðreyndir hafi, sem varði ekki beinlínis það atriði sem sanna skuli en ályktanir megi leiða af um það. 191
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.