Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Blaðsíða 34
stöðu eða álits. í rökum felast því ekki endilega tiltekin sannindi. Rök eru ekki
algild í þeim skilningi að þau séu óvefengjanleg.71 Rök eru hins vegar algild í
þeim skilningi að sömu rök eiga við um sambærileg tilvik og leiða þau því til
sömu niðurstöðu. Vandasamt getur hins vegar verið að greina hvenær tilvik eru
sambærileg.
Þegar rök eru færð fyrir niðurstöðu í þeim tilgangi að sýna fram á hvað hafi
leitt til hennar skiptir máli að velja réttu rökin, það er að segja þau rök sem við
eiga. Að velja viðeigandi rök er því veigamikill þáttur í rökfærslu. Sem al-
menna leiðbeiningu í þeim efnum má segja að valið á röksemdum fari í megin-
atriðum eftir tilefninu fyrir því að þær eru settar fram. Þetta á m.a. við um rök-
stuðning dómsúrlausna.72
3. RÖKSTUÐNINGUR DÓMARA
Þegar spurt er hvort setja megi fram almennar reglur eða viðmiðanir um það
hvemig rökstyðja skuli niðurstöðu í dómsmáli verður að svara því bæði játandi
og neitandi. Þetta er hægt að vissu marki. Það er ljóst að tiltekin atriði geta
bundið dómarann varðandi rökfærsluna svo sem venjur og ákvæði í settum lög-
um eins og þegar hefur komið fram. Á hinn bóginn em síðan margir ólrkir
þættir sem taka þarf tillit til í rökfærslu dómara og því er erfitt að setja fram al-
mennar viðmiðanir. Dómari þarf oft að samræma ýmis atriði þegar hann semur
dóm og hann þarf margs að gæta í rökstuðningi fyrir dómsniðurstöðu. Niður-
staða dómarans er fengin með mati á einstökum þáttum og samspili þeirra,
heildarmati á því sem máli skiptir svo og með því að beita viðeigandi réttar-
reglum á úrlausnarefnið. Aðferðir dómara eru því ekki alfarið háðar ákveðnum
reglum og því er erfitt að setja fram almennar viðmiðanir. Dómarinn er á vissan
hátt bundinn en getur að nokkru leyti valið um leiðir. Hann getur t.d. valið rökin
og ákveðið hvemig hann setur þau fram þótt hann verði að gæta þess að gera
71 Páll Skúlason segir á bls. 84 í bókinni Hugsun og veruleiki að engin rök séu algild. Um rök
megi ávallt deila og þau megi vefengja.
72 I þessu sambandi má benda á að skiptar skoðanir hafa verið á því fyrir hvern dómur er
skrifaður eins og fram kemur í „Gagnrýni á dómstólana og forsendur dóma“ og „Um rök og
réttlæti" eftir Hjördísi Hákonardóttur: „Rökfærsla í dómum og stjórnvaldsákvörðunum" eftir Þór
Vilhjálmsson; „í bókahillunni. Það á ekki að semja dóm „fyrir“ einhvern" eftir Björn Þ. Guð-
niundsson; „Rökstuðningur er ekki síst fyrir dómarann sjálfan“ eftir Jón Steinar Gunnlaugsson
og „Rökstuðningur dóma“ eftir Garðar Gíslason, sbr. neðanmálsgrein 1. Því má hins vegar halda
fram að tilefni rökstuðnings í dómi skipti mestu máli. Þór Vilhjálmsson segir á bls. 387 í greininni
„Rökfærsla í dómum og stjómvaldsákvörðunum" að í dómi ætti að haga rökfærslunni eftir eðli
viðfangsefnisins og því, fyrir hvem er skrifað. I grein Hjördísar Hákonardóttur: „Tungutak
lögfræðinnar“ í Afmælisriti, Gizur Bergsteinsson níræður 18. apríl 1992, kemur fram á bls. 273-
274 að mál þess sem tali mótist alltaf af viðtakendunum og vísar hún til heimilda um þá
staðhæfingu. Hún segir á bls. 85 í greininni ,Uegal Language: A Tool of Justice": „... the judge
should write for a hypothetical party: a common man of reasonable judgement ...“. Magnús
Thoroddsen segir á bls. 77 í erindinu „Samning dóma“ að dóma ætti að leitast við „að skrifa
þannig, að hver læs maður með heilbrigða skynsemi megi skilja".
200