Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Side 38

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Side 38
það sem liggur til grundvallar leiðir að lögum. Með þessu er því í raun svarað á hvem hátt það sem fram er sett skiptir máli; hvers vegna og hvemig það hefur þýðingu fyrir niðurstöðuna. Niðurstaðan verður að vera rökfræðilega rétt en rökin fyrir niðurstöðunni þarf að setja skýrt og skilmerkilega fram þannig að rökfærslan verði almennt skiljanleg. Langar setningar auka hættu á að hugsunin í rökfærslunni komist ekki til skila. Röksemdir dómarans era settar fram með orðum. Málið gegnir því hlutverki að koma rökhugsun dómarans til skila. Málfarið verður því að vera skýrt og uppfylla þá kröfu að það komi hugsuninni til skila. Málfarið þarf að vera nákvæmt en má ekki vera óljóst, villandi eða tvírætt.76 Gæta verður að orðavali en það þarf að vera bæði rétt og nákvæmt. Oljóst orðalag getur leitt til margvís- legra vandamála. Hugtök þarf að nota rétt, hvort sem um er að ræða sérfræðileg hugtök eða önnur. Málfar í dómum hlýtur þó að markast af því að tilgangur með úrlausninni er að skera úr réttarágreiningi og leiða þar með ákveðið sakarefni til lykta að lögum. Dómurinn er því lögfræðileg úrlausn en af því leiðir að málfarið verður óhjákvæmilega lögfræðilegt. Því er stundum borið við að rökstuðningur dóm- ara sé ekki skiljanlegur vegna þess að hann sé lögfræðilegur. Það er hins vegar ekki haldbær afsökun ef lögfræðingar skilja hann ekki. Sá sem vill að mark sé tekið á því sem frá honum kemur verður að setja það skýrt fram. Þess vegna er rétt að forðast óskiljanlegt fagmál. Notkun lagamáls sem þjónar að engu leyti þeim tilgangi að gera rökstuðninginn skýrari, skiljan- legri eða lögfræðilega réttari ætti að forðast. Því er hins vegar ekki haldið fram hér að þetta sé alvarlegt vandamál hjá íslenskunt dómstólum. Stundum er erfitt að skilja rök fyrir niðurstöðu. Það kann að vera vegna þess að málatilbúnaðurinn er óljós en þar er grunnurinn lagður. Ef málatilbúnaður stefnanda er illskiljanlegur þannig að ekki verði af þeirri ástæðu unnt að leggja dóm á málið eða rökstyðja niðurstöðuna þarf væntanlega að vísa málinu frá dómi. Vísað er til þess sem segir um það í lið 2.2.a þar sem fjallað er um sakar- efnið og grundvöll málsins. 3.3 Innihald og efni rökstuðnings Innihald og efni rökstuðnings fer eftir tilefni þess að hann er settur fram. Tilefnið er að leysa úr réttarágreiningi um tiltekið sakarefni. I rökstuðningi fyrir niðurstöðunni verður því að taka mið af ágreiningnum, hvernig málið hefur verið lagt fyrir dóminn og öðmm atriðum sem binda dómara á ákveðinn hátt í 76 H jördís Hákonardóttir bendir á að notkun orðasambanda í dómum sem hafi óljósa merkingu veki eðli sfnu samkvæmt grunsemdir um takmarkaðan eða a.m.k. ektó markvissan rökstuðning. Þetta kemur fram á bls. 270 í greininni „Tungutak lögfræðinnar". Hún nefnir dæmi um slík orða- sambönd og segir á bls. 271 að þetta sé „stundum kallað opið orðalag og því haldið fram að það sé notað af dómurum í þeim tilgangi að forðast að taka beina afstöðu til vandamálsins en leysa það samt“. 204

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.