Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Blaðsíða 42

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Blaðsíða 42
1. mgr. 75. gr. hennar. Sjávarútvegsráðuneytinu hafi því ekki verið rétt að hafna um- sókn áfrýjanda um almennt og sérstakt veiðileyfi á þeim forsendum, sem lagðar voru til grundvallar í bréfinu frá 10. desember 1996, og var synjun ráðuneytisins felld úr gildi með dóminum. Til áréttingar á því að úrlausn réttarins varðaði aðeins kröfugerð áfrýjanda um ógildingu á synjuninni er tekið fram í dóminum að ekki væri tekin af- staða til þess, hvort „ráðuneytinu hafi að svo búnu borið að verða við umsókn áfrýj- anda, en málið er einungis höfðað til ógildingar á ákvörðun ráðuneytisins, en ekki til viðurkenningar á rétti áfrýjanda til að fá tilteknar veiðiheimildir í sinn hlut“.78 Rökum málsaðila, sent hefðu áhrif á niðurstöðuna væru þau tekin til greina en ekki er fallist á, þarf að hafna með ljósum rökum.79 Þess ber og að gæta að afstaða dómara til krafna málsaðila og einstakra álitaefna sé skýr. í H 1995 1752 segir: „Fallast ber á með aðaláfrýjanda, að leið sú til úrlausnar ágrein- ingi aðila, sem valin var af héraðsdómara, hafi að nokkru verið reist á málsástæðum, sem ekki hafi komið fram við meðferð málsins. Héraðsdómi er áfátt í ýmsum öðrum atriðum. Framsetning dómsins er óskipuleg, og er afstaða dómara til krafna máls- aðila eigi nægilega skýr. I dóminum er ekki heldur leyst úr öllum málsástæðum, og um sum ágreiningsefni er fjallað á ógreinilegan hátt. Dómurinn er því í verulegum atriðum andstæður grundvallarreglum 111. gr. og 114. gr. laga nr. 91/1991“. Lýsing dómara á því sem skiptir máli fyrir rökfærsluna og úrlausn sakar- efnisins þarf að vera fullnægjandi. Það sem hefur ekki þýðingu á hins vegar ekki erindi í rökfærsluna. Þess þarf og að gæta að íjalla fyrst um þau atriði og taka afstöðu til þeirra sem úrlausn á öðrum atriðum ræðst af. I H 1993 537 em dæmi um þetta. A bls. 542 segir: „I hinn áfrýjaða dóm skortir alveg lýsingu dómara á þeim atburði, sem áfrýjandi rekur tjón sitt til og málssóknin byggist á. A hinn bóginn er rakið í dóminum meginefni stefnu og greinargerðar stefnanda, án þess að úr því sé unnið og það fært til þess horfs, sem við á í dómi. A mörgum blaðsíðum í dóminum er gerð ýtarleg grein fyrir margbrotinni kröfugerð stefnanda og rakin í löngu máli reifun kröfufjárhæða, eins og hún kemur fyrir í sóknargögnum, og er sundurliðun á dráttarvaxtakröfu þar ekki undan dregin. Þetta var með öllu ástæðulaust, þar sem af sýknu leiddi, að ekkert reyndi á kröfufjárhæðir í dóminum. Auk áfrýjanda gáfu átta vitni skýrslur á bæjarþingi Reykjavíkur. I hinum áfrýjaða dómi er ekkert rakið úr þessum skýrslum, en aftur á móti eru nöfn vitnanna ásamt kennitölum og heimilisföngum talin upp í dóminum alveg að þarflausu. Þá er sá megin galli á hinum áfrýjaða dómi, að ekkert er fjallað um sjálfan grundvöll málsins, það álitaefni, hvort stefndi beri að lögum fébótaábyrgð á atviki því, sem varð í verk- smiðju hans 2. nóvember 1981. Það er augljóst, að um þennan meginþátt málsins bar að fjalla ýtarlega og leiða hann til lykta, áður en sá þáttur málsins kæmi til álita, sem 78 Hæstaréttardómar 1998, bls. 4080-4081. 79 Hjördís Hákonardóttir: „Gagnrýni á dómstólana og forsendur dóma“, bls. 168. 208
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað: 3. Tölublað (01.11.2000)
https://timarit.is/issue/313963

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

3. Tölublað (01.11.2000)

Aðgerðir: