Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Síða 46

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Síða 46
inni. Þess vegna er mikilvægt að fram komi í röksemdum hvað hefur verið lagt til grundvallar og úr hverju hefur verið leyst með dóminum. Til skýringar í þessu sambandi má benda á dóm Hæstaréttar frá 6. apríl 2000 í máli nr. 12/2000.1 málinu var m.a. ákært fyrir veiðar og löndun á tilteknu magni af þorski sem engin aflaheimild var fyrir og var brotið m.a. talið varða við 2. og 3. mgr. 7. gr., sbr. 20. gr. laga nr. 38/1990 um stjóm fiskveiða. Fyrir héraðsdómi viðurkenndu ákærðu að verknaðarlýsing í ákæru væri rétt en varnir þeirra voru m.a. reistar á því að mismunun, sem leiddi af reglum 7. gr. framangreindra laga um heimildir til veiða á tegundum bundnum aflatakmörkunum, bryti í bága við 1. mgr. 65. gr. stjórnarskrár- innar, sbr. 3. gr. stjórnskipunarlaga nr. 97/1995, og 1. mgr. 75. gr. hennar en héraðs- dómari hafði sýknað ákærðu af ofangreindri háttsemi með þeim rökum að reglan í lagagreininni væri í andstöðu við þessi stjórnarskrárákvæði, væru þau túlkuð með sama hætti og gert hafi verið í Hæstaréttardómi 1998 bls. 4076 frá 3. desember 1998.83 í úrlausn Hæstaiéttar þurfti því að taka afstöðu til þess hvort skorið hafi verið úr um gildi 7. gr. laga um stjórn fiskveiða með fyrri dóminum. í röksemdum Hæsta- réttar segir að í dóminum frá 3. desember 1998 hafi verið talið óhjákvæmilegt að líta svo á að tilhögun veiðileyfa fæli í sér mismunun milli þeirra, sem leiddu rétt sinn til veiðiheimilda til eignarhalds á skipi á tilteknum tíma, og hinna, sem ekki hefðu átt kost á að komast í slíka aðstöðu. Þótt tímabundnar aðgerðir af þessu tagi til vamar hruni fiskistofna kynnu að hafa verið réttlætanlegar, en um það hafi ekki verið dæmt í málinu, hafi ekki verið séð að rökbundin nauðsyn hnigi til þess að lögbinda um ókomna tíð þá mismunun, sem leiddi af 5. gr. laga nr. 38/1990 um úthlutun veiði- heimilda. Hafi reglan verið að þessu leyti talin í andstöðu við jafnræðisreglu 1. mgr. 65. gr. stjórnarskrárinnar og þau sjónarmið um jafnræði, sem gæta þyrfti við tak- mörkun á atvinnufrelsi samkvæmt 1. mgr. 75. gr. hennar. Skipið, sem ákærðu stunduðu umræddar veiðar á, hafði á þeim tíma almennt leyfi til fiskveiða í atvinnuskyni samkvæmt 5. gr. laga nr. 38/1990.1 Hæstaréttardóminum frá 6. apríl 2000 segir að í dómi réttarins frá 3. desember 1998 hafi ekki verið tekin frekari afstaða til fiskveiðiheimilda en kröfugerð málsaðila gaf tilefni til, enda hafi það mál verið höfðað til ógildingar á ákvörðun sjávarútvegsráðuneytisins, en ekki til viðurkenningar á rétti hans til að fá tilteknar aflaheimildir í sinn hlut. Af þessu leiddi að ekki var fallist á þann skilning ákærðu í málinu að dómurinn frá 3. desember 1998 hafi falið í sér úrlausn um stjómskipulegt gildi 7. gr. laga nr. 38/1990. Voru framan- greindar varnir ákærðu því ekki teknar til greina. Ef ekki er ljóst af dómsúrlausninni hverjar röksemdirnar eru fyrir niðurstöð- unni eða hvað lagt hefur verið til grundvallar við úrlausn málsins getur það leitt til vandamála þegar á sambærileg atriði reynir í öðrum málum. Þess vegna þarf að koma fram í röksemdum dómara hvort tilvikið sem um ræðir er sérstakt og þá að hvaða leyti eða hvort skorið hefur verið úr um atriði sem hafa almenna þýðingu þannig að sömu röksemdir eigi við um önnur tilvik. Rökfærslan þarf því að vera skýr að þessu leyti og endurspegla forsendur niðurstöðunnar svo og 83 Sá dómur er nefndur í lið 3.3.a hér að framan. 212
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.