Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Blaðsíða 49
lagður til grundvallar við úrlausn málsins. Var talið að fram væri komin lögfull
sönnun um að ákærði hefði gerst sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir.
I dómi Hæstaréttar segir að þrátt fyrir ákvæði 4. mgr. 159. gr. laga nr. 19/1991 um
mat á sönnunargildi munnlegs framburðar fyrir héraðsdómi verði Hæstiréttur að
meta, hvort fram sé komin nægileg sönnun sem ekki verði vefengd með skynsam-
legum rökum, sbr. 46. gr. laganna. í röksemdum meirihluta dómenda segir síðan að
til þess verði meðal annars að líta að langt hafi verið liðið frá ætluðum brotum
ákærða og því örðugt um sönnunarfæslu. Kærandi hafi ekki borið fram kæru á
hendur föður sínum fyrr en í febrúar 1997 eða tæpum tveimur árum eftir að athæfi
hans haft átt að vera lokið. Ekki hafi komið fram að kærandi hafi fyrr en þá lýst
atferli ákærða á þann veg, sem í kærunni greindi. A þessum tíma hafí verið kominn
upp ágreiningur um umgengni ákærða við yngri dóttur sína í kjölfar þess, að hann
hóf sambúð með annarri konu. í skilnaðarsamningi ákærða og móður kæranda frá 31.
júlí 1996 hafi verið kveðið á um umgengni ákærða við yngri dóttur sína og rétt hans
til samfunda við hana að jafnaði eigi sjaldnar en einn dag í viku, en að auki skyldi
hann hafa rétt til að hafa bamið hjá sér í eina viku á sumri hveiju. Akærði hafi komið
reglulega á heimili mæðgnanna eftir sambúðarslitin í maí 1995, haft umgengist þar
yngri dóttur sína og hafi jafnframt haldið með þeim jól það ár. Þá hafi kærandi
skrifað honum ástúðleg bréf haustið 1995, sem ekki þyki unnt að horfa framhjá við
sönnunarmat, þrátt fyrir skýringar hennar sem komu fram í héraðsdómi. Samkvæmt
dóminum var ekki fallist á, þegar litið var til alls þess sem fram hafði komið í málinu,
að ákæruvaldinu hafi tekist, gegn eindreginni neitun ákærða, að færa fram vafalausa
sönnun um sekt hans samkvæmt þeirri verknaðarlýsingu, sem fram komi í ákæru.
Var ákærði því sýknaður af kröfum ákæruvaldsins.
í sératkvæði tveggja hæstaréttardómara segir að enginn ágreiningur sé um þau orð í
atkvæði meirihlutans að þrátt fyrir ákvæði 4. mgr. 159. gr. laga nr. 19/1991 um mat
á sönnunargildi munnlegs framburðar fyrir héraðsdómi verði Hæstiréttur að meta,
hvort fram hafi komið að öðru leyti nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með
skynsamlegum rökum. Við málflutning fyrir Hæstarétti haft verið leitast við af hálfu
ákærða að sýna fram á að í raun væri ekki við annað að styðjast um ákæruatriði
málsins en framburð kæranda og ákærða en þau feðginin væru ein til frásagnar um
atburðina sem skiptu máli fyrir úrlausnina. Ljóst megi vera að framburður annarra en
feðginanna varpi ljósi á frásagnir þeirra. í sératkvæðinu eru rakin atriði úr vitnisburði
tveggja stúlkna um ákveðin atriði og sagt um þau að þótt ákærði mótmæli frásögnum
þeirra að þessu leyti veiti þær auknar líkur fyrir því, að samskipti hans við dóttur sína
hafi ekki verið einskorðuð við gægjur eins og hann sjálfur hafi lýst. Þá er í sérat-
kvæðinu gerð gein fyrir tilteknum atvikum og aðstæðum sem móðir kæranda hafði
lýst. Um það segir að ekkert hafí komið fram í málinu sem gefi ástæðu til að efast
um þann framburð móðurinnar. „Um málsefnið er framburður hennar í heild var-
færinn og virðist bera þess merki, að hún hafi ekki getað trúað eða áttað sig á hvað
gerst hefði milli feðginanna og leitast við að gera gott úr, þar til dóttir hennar sagði
sjálf frá í kæru fyrir lögreglu". Loks segir að frásögn kæranda haft frá upphafi kæru
í febrúar 1997 ávallt verið staðföst og á sömu leið. Vottorð þriggja sérfræðinga, sem
verjandi hafði lagt fyrir Hæstarétt eftir uppsögu héraðsdómsins og virtust ætluð til að
hnekkja áliti héraðsdóms á sönnunargildi framburðar kæranda, verði ekki talin varpa
rýrð á þau atriði málsins, sem horfðu til sakfellingar á hendur ákærða. Vottorðin veiti
ekki efni til að hnekkja því mati meirihluta dómenda í héraði, að framburður kæranda
215