Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Síða 51
sem minnihlutinn teflir fram í rökstuðningi, eru ekki metin af dómendum sem
stóðu að atkvæði meirihlutans. Væntanlega verður að líta svo á að dómendur
hafi talið að þau skiptu ekki máli fyrir niðurstöðu sönnunarmatsins. Hafi dóm-
endur hins vegar talið óheimilt að meta þau vegna reglunnar í 4. mgr. 159. gr.
laga um meðferð opinberra mála, sbr. 4. mgr. 19. gr., hefðu þau rök þurft að
koma fram í dóminum.
I síðara málinu var í sönnunarmatinu tekin afstaða til þess hverjar ályktanir
yrðu dregnar af því sem fram hafði komið, m.a. um atvik og aðstæður fjölskyld-
unnar sem þar var um að ræða. Rétturinn hefur augljóslega átt í erfiðleikum
með þetta mat en ólíkar röksemdir, ályktanir og áherslur meirihluta dómenda og
minnihluta staðfesta það.
Sérstaka athygli vekja þau rök, sem meirihluti dómenda tiltekur, þess efnis
að á þeim tíma, þegar kæra fyrir meint brot kom fram, hafði komið upp ágrein-
ingur um umgengni ákærða við yngri dóttur sína í kjölfar þess að hann hóf
sambúð með annarri konu. Um þennan ágreining sagði móðir kæranda fyrir
héraðsdómi að ákærði haft farið fram á að fá yngri dóttur þeirra eina til sín en
það hafi hún ekki getað samþykkt eins og fram kemur í héraðsdóminum. Sam-
býliskona ákærða sagði fyrir héraðsdómi að hún hafi orðið vör við ágreining
um rétt ákærða til umgengni við yngri dóttur hans. Hann hafi komið á heimili
hennar „og verið með henni þar. Þau hafi því farið að velta fyrir sér af hverju
barnið kæmi ekki og væri með þeim, eins og henni hafi fundist eðlilegt“.
Ágreining um umgengni verður m.a. að skýra í ljósi þessa. Svo virðist sem ekki
megi draga aðrar ályktanir af framangreindu en þær að móðirin hafi ekki viljað
að yngri dóttirin væri ein hjá ákærða vegna þess að hún hafi óttast um stúlkuna
hjá honum í tilefni af atvikum sem hún lýsir í skýrslum og raktar eru í hér-
aðsdóminum. Eðlilegt virðist einnig að líta svo á að ákærði hafi sóst eftir því að
fá að hafa barnið í kjölfar þess að sambýliskonu hans þótti einkennilegt að
barnið kom ekki til þeirra. Engar upplýsingar koma fram í dómum héraðsdóms
og Hæstaréttar um að umgengnisdeilan hafi snúist um annað en ósamkomulag
foreldranna um það hvort yngri dóttirin væri ein hjá ákærða en án þess þó að
leiddi til umgengnisdeilu sem hafi verið til meðferðar hjá stjórnvöldum eða á
annan hátt. Að minnsta kosti má halda því fram, með tilliti til þess sem hér
hefur verið bent á, að erfitt sé að átta sig á því hvers vegna umgengnisdeilan var
talin hafa áhrif á sönnunarmat um efni ákærunnar. Svo virðist sem frekari
upplýsingar hefðu þurft að liggja fyrir um umgengnisdeiluna en þær sem koma
fram í dómunum báðum, þ.e. héraðsdómi og dómi Hæstaréttar, til að unnt væri
að draga þær ályktanir sem fram koma í dómi Hæstaréttar um þýðingu um-
gengnisdeilunnar fyrir sönnunarmatið. Á sama hátt er óljóst af hvaða ástæðum
ákvæði í skilnaðarsamningnum um umgengni feðginanna hefur haft áhrif á
niðurstöðu dómenda um sönnun á þeirri háttsemi sem ákært var fyrir. Þá virðast
allt of víðtækar ályktanir dregnar af samskiptum, sem lýst er í röksemdum
meirihluta dómenda, milli ákærða annars vegar og kæranda, móður hennar og
yngri systur hins vegar, og af bréfi, sem kærandi skrifaði ákærða, þegar litið er
217