Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Síða 54

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Síða 54
á en dómgreind hans og skynsemi gera honum fært að greina á milli eigin við- horfa og almennra viðmiðana þegar þetta tvennt fer ekki saman. Dómarinn þarf jafnframt að geta greint á milli annars vegar almennra viðmiðana, sem studdar eru skynsemi og rökréttri hugsun, og hins vegar annarra sjónarmiða, sem eru það ekki. Hann verður og að vera á varðbergi gegn eigin fordómum og hugs- anavillum. Það er mikilvægt að dómari geri sér grein fyrir þessu þegar hann færir rök fyrir niðurstöðu um sönnun í dómsmáli. í undantekningartilfellum virðist sönnunarmat í sakamálum ekki stutt traust- um eða sannfærandi rökum. Meginástæðan fyrir því er væntanlega sú hve sönn- unarmatið getur verið erfitt. Akvörðun um það hvað hafi tekist að sanna verður að taka á annan hvorn veginn, þrátt fyrir að af gögnum málsins verði alls ekki unnt að ráða hver atvikin sem deilt var um voru í raun og veru.85 Þar er ekki um neitt séríslenskt fyrirbæri að ræða enda geta erfiðleikar við rökstuðning á nið- urstöðu um sönnun komið upp hvar sem er og hafa í raun gert það. Fyrir kemur að niðurstöður dómstóla um sönnunarmat vekja áleitnar spurn- ingar eða að röksemdir fyrir tiltekinni niðurstöðu verða vefengdar eða um- deildar. I erfiðum málum getur það verið eðlilegt en þar er oft um margvísleg flókin matsatriði að ræða sem dómarar eiga stundum erfitt með að taka afstöðu til með haldbærum rökum. Vandasamt getur verið að meta erfið og flókin sam- skipti, óeðlileg tengsl og áhrifin eða afleiðingamar af þeim, alvarlega atburði og áhrif þeirra á þá sem hlut eiga að máli og loks hverjar ályktanir verði réttilega af öllu þessu dregnar. Hegðun og önnur einkenni þarf að meta og túlka en draga verður rökréttar ályktanir í þeim efnum og ákveða á hvem hátt þetta hefur þýð- ingu fyrir sönnunarmatið. Margt fleira getur verið erfitt að meta og setja í rökrétt samhengi en matið ræður því hvort fram hafi komið sönnun sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum. Ljóst er að réttarfarsreglur um rök- stuðning dóma svara því ekki hvernig dómstólum beri að taka á þessum vanda- málum. Hér hefur verið gerð tilraun til að setja fram viðeigandi skilgreiningar á inni- haldi réttarreglna um rökstuðning dómsúrlausna og nefnd hafa verið dæmi um fjölbreytileg tilvik í dómum þar sem reynt hefur á framkvæmd reglnanna. Þetta ætti að veita nokkra innsýn í viðfangsefni og verksvið dómara. Bent hefur verið á að rökstuðningur dómara þarf að vera skýr, skiljanlegur, skynsamur, sannfær- andi og viðeigandi. Virðing fyrir dómstólum ætti að haldast í hendur við það hve vel dómstólum tekst að uppfylla þessar kröfur. 85 „Um atvik er oft erfitt að komast að niðurstöðu, þegar segja má að sönnunargögnin bendi hvert í sína áttina“. Þór Vilhjálmsson: „Rökfærsla í dómum og stjórnvaldsákvörðunum", bls. 383. 220
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.