Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Page 63

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Page 63
styrk í hafinu, en oftast mjög lágum.8 Tilhneiging þungmálma til að safnast fyrir í lífverum getur verið hættuleg fyrir lífverur sjávar og neytendur sjávar- fangs. Helstu uppsprettur þungmálma eru frá ýmsum iðnaði og umferð. 5. Olíuefni geta haft eituráhrif á lífríki hafsins, spillt búsvæðum, skemmt sjávarfang og dregið verulega úr útivistargildi strandsvæða.9 Talið er að um 60% af heildarmagni olíuefna sem berast í hafið komi frá starfsemi í landi (um 1,4 milljónir tonna árlega). 6. Næringarefni í of miklum mæli í lífríki hafsins geta leitt til hættulegrar keðjuverkunar sem meðal annars getur leitt til dauða botndýra. Helstu upp- sprettur næringarefna af manna völdum eru skólp, afrennsli frá matvælaiðn- aði, húsdýrahald ásamt útskolun tilbúins áburðar frá landbúnaðarhéruðum. 7. Sorp í sjávarumhverfi getur haft ýmisleg neikvæð áhrif á og jafnvel eyðilagt búsvæði í lífríki hafsins. Dýr geta flækst í sorpi, kafnað og orðið fyrir melt- ingartruflunum. Auk þess veldur sorp á ströndum verulegri sjónmengun. Opin brennsla á sorpi í landi, sérstaklega á ýmsum plastúrgangi, getur einnig orsakað útstreymi þrávirkra lífrænna efna sem síðan geta borist til hafsins. Mengun frá landi er ekki einungis viðamesta uppspretta mengunar sjávar heldur getur hún einnig verið hættulegri og erfiðari við að ráða en aðrar teg- undir mengunar. Mengunin kemur í hafið meðfram ströndum þar sem lífríkið er fjölbreyttast, frjósamast og viðkvæmast fyrir röskun. Stöðug aukning útblásturs og frárennslis eiturefna, t.d. frá ýmis konar iðnaði og landbúnaði, gerir það og sérstaklega erfitt að greina uppsprettu mengunar og sýna orsakatengsl á milli ákveðinnar starfsemi og tiltekinnar mengunar.10 Þrátt fyrir þekkt skaðleg áhrif mengunar sjávar frá landi hefur hún þó ekki notið jafnmikillai' athygli á alþjóðavettvangi og ýmis önnur alþjóðleg umhverf- isvandamál. Á undanförnum áratugum hafa ríki heims hins vegai' reynt að taka á þessu vandamáli með ný lagasjónarmið að leiðarljósi sem fyrr er lýst. 4. ALÞJÓÐLEGAR REGLUR ER VARÐA MENGUN SJÁVAR FRÁ LANDI Síðastliðin þrjátíu ár hafa ýmsar jákvæðar framfarir orðið í samstarfi þjóða um varnir gegn mengun sjávar þó langt sé frá því að tekist hafi að halda vanda- 8 Helstir þungmálraa eru kadmín (Cd), króm (Cr), kopar (Cu), kvikasilfur (Hg), nikkel (Ni), blý (Pb) og sink (Zn). Arsen (As) er einnig oft talið fylla þennan hóp. Sumir þungmálmar eru nauð- synlegir lífverum en geta haft eiturvirkni ef styrkur þeirra er of mikill, s.s kopar og sink. Aðrir málmar, eins og blý, kadmín og kvikasilfur, hafa engu þekktu hlutverki að gegna í lífríkinu og hafa eiturvirkni við lágan styrk. 9 Olía er safnheiti yfir ýmis efni s.s. jarðolíu (hráolíu), ýmis lífræn leysiefni, jarðolíuhluta smur- olíu og ýmsar vaxtegundir. 10 R. M’Gonigle, Michael: „„Developing Sustainability“ and the Emerging Norms of Interna- tional Environmental Law: the Case of Land-Based Marine Pollution Control". Canadian Yearbook of International Law 1990. Vancouver 1990, bls. 173. Hér eftir vísað til sem „M’Gonigle". 229

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.