Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Page 64

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Page 64
málinu í skefjum. „Fjölgun mannkyns um tvo og hálfan milljarð og sér í lagi stækkun stórborga við sjávarsíðuna í öllum heimsálfum, vaxandi efnaiðnaður og óhófleg notkun tilbúins áburðar í landbúnaði eru allt dæmi um þróun sem hefur aukið álag á lífríki hafsins langt umfram þær aðgerðir sem gripið hefur verið til varnar mengun á sama tíma“.n Nokkrir alþjóðasáttmálar hafa verið gerðir með það að markmiði að vernda lífríki sjávar gegn mengun frá landi en því miður hafa þeir ekki skilað ásætt- anlegum árangri. Ymist eru sáttmálar þessir ekki bindandi að lögum, ná ein- ungis yfir takmarkað svæði eða taka einungis til ákveðinnar tegundar mengunar á meðan engin lög eða reglur ná yfir aðrar tegundir eða uppsprettur mengunar. Alþjóðasáttmálar á þessu sviði ná einungis til lítils hluta af heimshöfunum í dag og því er alþjóðlegur venjuréttur og grundvallarreglur laga mikilvæg réttar- heimild. Eins og fram mun koma í eftirfarandi samantekt eru þær réttarheim- ildir því miður einnig mjög gloppóttar á þessu sviði. 4.1 Réttarvenja Réttarvenja í alþjóðarétti er almennt metin úr frá viðurkenningu réttarins sem óskráðra laga og hvort ríki hegði sér samkvæmt henni í framkvæmd. Vegna þess hve umhverfisréttur hafsins er ungur að árum er óvíst að nokkur réttar- venja hafi skapast á þessu sviði. Fræðimenn leyfa sér allavega sjaldan að full- yrða slíkt - taka yfirleitt ekki dýpra í árinni en að segja að ákveðnar reglur kunni að vera orðnar að réttarvenju. Þrátt fyrir jákvæða þróun við stefnumörkun í umhverfismálum hafsins, bæði á landsvísu sem á alþjóðlegum vettvangi, hafa ítarlegar réttarvenjur ekki enn skapast á þessu sviði.12 Viðamestu heimildirnar um réttarvenjur á þessu sviði er oft að finna í al- þjóðasáttmálum. Slíkir sáttmálar skjalfesta oft reglur sem viðurkenndar hafa verið sem réttarvenjur og talið að réttarvenja hafi skapast ef ríki sem ekki er aðili að alþjóðasáttmála telur sig samt sem áður bundið af honum. Dæmi um slíkt eru vandfundin á sviði mengunar sjávar frá landi og almennt eru mjög fá dæmi, ef nokkur, um réttarvenju á þessu sviði.13 4.2 Grundvallarreglur laga Samkvæmt 38. gr. stofnskrár Alþjóðadómstólsins,14 eru „grundvallarreglur laga, sem viðurkenndar eru af menningarríkjum“ einnig réttarheimildir að al- þjóðarétti. Hér verða stuttlega reifaðar helstu grundvallarreglur umhverfisréttar er telja má að gildi um mengun sjávar. 11 Magnús Jóhannesson: „Vemdun hafsins fyrir mengun". 12 Brubaker. bls. 58. 13 Brubaker, bls. 60. 14 Samþykkt í San Fransiskó 26. júní 1945 og gekk í gildi hinn 24. október 1945. 230

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.