Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Qupperneq 65

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Qupperneq 65
4.2.1 Nota skal eign þannig að ekki valdi öðrum tjóni Grundvallarreglan, um að nota skuli eign þannig að ekki valdi öðrum tjóni, á rætur að rekja til rómversku grundvallarreglunnar, sic utere tuo ut alienum non laedas (oft nefnd sic utere reglan). A alþjóðavettvangi hefur regla þessi verið túlkuð með þeim hætti að ríki beri að forðast athöfn sem hætt er við að valdið gæti alvarlegu tjóni innan lögsagnarumdæmis annars ríkis.15 Nokkrir alþjóðlegir dómar hafa byggt á þessari reglu. Niðurstaða gerðar- dóms í hinu svokallaða Trail Smelter máli,16 túlkaði í fyrsta sinn hversu mikillar varúðar ríki bæri að gæta er hætta væri á tjóni vegna mengunar út fyrir landa- mæri. Niðurstaða gerðardómsins var sú að samkvæmt grundavallarreglum al- þjóðaréttar væri ríki óheimilt að veita leyfi til athafna innan lögsögu sinnar er ljóst væri að valdið gæti alvarlegu tjóni utan lögsögu þess.17 Grundvallarregla þessi hlaut síðar stuðning af Alþjóðadómstólnum í hinu svokallaða Corfu Channel máli18 og síðar af alþjóðlegunt gerðardónti í hinu svokallaða Lake Lanoux máli19 og er í dag viðurkennd sem grundvallarregla í alþjóðarétti um umhverfistjón almennt og ekki síst um mengun sjávar frá landi.20 Grundvallar- reglu þessa er nú að finna í Stokkhólmsyfirlýsingunni, Meginreglu 21.21 Inntak þessarar grundvallarreglu er þó fremur óljóst og í framkvæmd getur túlkun hennar verið breytileg. Erfitt er að skilgreina hvaða skyldur ríki ber að uppfylla samkvæmt sic utere reglunni og því hefur hún haft fremur takmarkað gildi og áhrif á sviði mengunar sjávar frá landi.22 4.2.2 Misnotkun réttinda og nágrannaréttur í grundvallarreglunni um misnotkun réttinda felst að óheimilt er að nýta sér réttindi í öðrum tilgangi en þeim er til var stofnað ef slíkt gæti valdið öðrum, eða samfélaginu í heild, tjóni. Ohætt er að fullyrða að bann við misnotkun rétt- 15 Guruswamy, Lakshman D., Sir Geoffrey W.R. Palmer, Burns H. Weston: Intemational En- vironmental Law and World Order. St. Paul, Minnesota 1994, bls. 407. Hér eftir vísað til sem „Guruswamy". 16 Þar sem því var haldið fram að bræðsluofn, staðsettur í Kanada, hefði valdið umtalsverðu tjóni á uppskeru og gróðri handan landamæranna, þ.e. í Bandaríkjunum. Trail Smelter Arbitration (U.S. v. Can.) (1941), 3 U.N.R.I.A.A. 1938 (1949). 17 Orðrétt segir: „Samkvæmt grundvallarreglum alþjóðaréttar ... hefur ekkert ríki heimild til þess að veita leyfi til athafna innan lögsögu þess er valdið gæti tjóni vegna gufu innan eða áleiðis til [annars lögsagnammdæmis] þegar um er að ræða mál sem sýnt hefur verið fram á með skýrum og sannfærandi sönnunargögnum að haft gæti alvarlegt tjón í för með sér“. 18 Mál það var tekið fyrir af Alþjóðadómstólnum og varðaði ábyrgð Albaníu vegna tjóns er bresk herskip og áhafnir þeirra urðu fyrir er skipin rákust á neðansjávarsprengjur er þau sigldu eftir al- þjóðlegri siglingaleið innan lögsögu Albaníu. í niðurstöðu dómsins er vfsað til þess, að það er skylda hvers ríkis að leyfa ekki vísvitandi athafnir innan lögsögu sinnar er geta verið í andstöðu við rétt annarra þjóða. Corfu Channel Case (U.K. v. Albania) 1949.1.C.J. 4. 19 Lake Lanoux Arbitration (Spain v. Fr.), 12 U.N.R.I.A.A. 281 (1957). 20 M’Gonigle, bls. 179. 21 Samþykkt á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi mannsins í Stokkhólmi árið 1972. 22 Brubaker, bls. 64. 231
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.