Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Blaðsíða 66

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Blaðsíða 66
inda af ásetningi og í illfýsnum tilgangi er almennt viðurkennt á alþjóðavett- vangi og hefur reglan í slíkri þröngri merkingu unnið sér sess sem grund- vallarregla laga samkvæmt 38. gr. stofnskrár Alþjóðadómstólsins. Að öðru leyti hefur grundvallarregla þessi þó ekki haft mikil áhrif að alþjóðarétti þar sem ríki hafa ekki getað komið sér fyllilega saman um inntak hennar né viðurkennt hana að fullu sem grundvallarreglu laga.23 Náskyld grundavallarreglunni um misnotkun réttinda er grundvallarreglan um nágrannarétt sem bannar ríkjum að framkvæma, styðja eða viðhalda fram- kvæmdum innan sinnar lögsögu er valdið geta tjóni innan lögsögu grannríkis. Þrátt fyrir að innihald meginreglu þessarar sé talið gleggra en meginreglan um misnotkun réttinda, þar sem hún reynir að skilgreina ákveðin réttindi og skyldur ríkja og er hluti af landslögum margra landa, hefur hún verið talin „ónákvæm og veita litla leiðbeiningu um hvernig ríki skulu haga sér“.24 4.2.3 Reglan um forsjá ríkja Meginreglan um forsjá ríkja25 veitir strandríkjum þann rétt, og leggur jafn- framt á þau þá skyldu, að koma í veg fyrir mengun meðfram ströndum sínum. Samkvæmt þessari meginreglu er strandríkið forsjáraðili þess hluta sjávar er liggur meðfram ströndum þess og er talið bera ábyrgð gagnvart öðrum þjóðum heims á mengun þess svæðis því mengun þar dregur úr heildarverðmætum auð- linda hafsins.26 Útfærslur þessarar grundvallarreglu má finna í nokkrum al- þjóðasáttmálum, þ. á m. Hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna.27 4.2.4 Bótaábyrgð Almennt er viðurkennt að ríki beri ábyrgð á athöfn eða athafnaleysi er leiðir til brots á venjurétti.28 A sviði mengunar sjávar frá landi er hins vegar ekki fylli- lega ljóst hver skylda ríkja er samkvæmt venjurétti og þar með verður bóta- ábyrgð þeirra einnig óljós. Hér vegur þungt að oft er erfitt að sanna orsakatengsl á þessu sviði enda mengun frá landstöðvum oft afleiðing fleiri athafna er tvinn- ast hafa saman. Grundvallarreglur um bótaábyrgð virðast því ekki hafa haft mikil áhrif á hegðun einstakra ríkja á þessu sviði og mörg ríki viðurkenna enga bótaábyrgð vegna mengunar frá slysum eða iðnaði.29 23 IJrubaker, bls. 64-65. 24 Iiruhaker, bls. 65-66. 25 Á ensku custodianship. 26 Iirubaker, bls. 65. 27 Hafréttarsamningur Sameinuðu þjóðanna var samþykktur í Montego Bay hinn 10. desember 1982 og gekk í gildi hinn 16. nóvember 1994. Ákvæði 2. mgr. 194. gr. hans er svohljóðandi: „Ríki skulu gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að starfsemi undir lögsögu eða stjóm þeirra sé hagað þannig að hún valdi ekki mengunarspjöllum í öðrum ríkjurn og umhverfi þeirra og að mengun af völdum atvika eða starfsemi undir lögsögu eða stjórn þeirra berist ekki út fyrir svæðin þar sem þau beita fullveldisréttindum samkvæmt samningi þessum“. 28 Brubaker, bls. 60. 29 M’Gonigle, bls. 180. 232
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.