Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Síða 67

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Síða 67
í stuttu máli má segja að reglur alþjóðlegs venjuréttur og grundvallarreglur laga gefi ákveðnar viðmiðanir um hvaða sjónarmið gildi varðandi mengun sjáv- ar frá landi en eru of óljósar til þess að hafa veruleg áhrif eða veita skýra leið- beiningu á þessu sviði. Það hefur því fallið í skaut alþjóðasáttmála að skýra frekar réttindi og skyldur ríkja á þessu sviði. 4.3 Alþjóðasáttmálar Mengun frá landi er, eins og áður sagði, veigamesta uppspretta mengunar sjávar. Samt sem áður fjalla færri alþjóðasáttmálar um þetta umhverfisvanda- mál en önnur vandamál er steðja að umhverfi hafsins. Einungis á allra síðustu áratugum hefur mengun sjávar skipað sér áþreifanlegan sess í alþjóðlegum um- hverfisrétti og hófst það með Ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi mannsins, Stokkhólmsráðstefnunni, árið 1972. í þessum kafla verður litið til þeirra helstu alþjóðasáttmála sem þjóðir heims hafa gert og sýna viðleitni þjóða til að ná tökum á þessu umhverfismáli. Sátt- málar þessir eru ýmist hnattrænir eða svæðisbundnir, bindandi að lögum eða einungis ætlað að vera leiðbeinandi og sýna hvernig þjóðir heims hafa með ýmsum hætti reynt að nálgast þetta vandamál. 4.3.1 Stokkhólmsyfirlýsingin Árið 1972 var Stokkhólmsráðstefnan um umhverfi mannsins haldin á vegum Sameinuðu þjóðanna. Afrakstur hennar var svokölluð Stokkhólmsyfirlýsing sem felur í sér tuttugu og sex meginreglur, auk tilmæla, sem, þrátt fyrir að þær séu ekki bindandi að lögum, eru almennt viðurkenndar af þjóðum heims. Á þessari ráðstefnu var í fyrsta sinn á alþjóðavettvangi fjallað um það tjón sem mengun frá landi veldur í lífríki sjávar.30 Þrátt fyrir að hugtakið mengun frá landi (e. marine pollution from land-based activities) sé ekki notað í meginreglum Stokkhólmsyfirlýsingarinnar þá hefur verið talið að slík mengun falli undir meginreglu 7 í yfirlýsingunni er mælir fyr- ir um að ríki skulu reyna að koma í veg fyrir mengun hafsins eftir öllum leið- um. Mengun frá landi er hinsvegar nefnd sérstaklega í tilmælum 93 (b) en þar segir að ríki skulu: innleiða sem fyrst aðgerðir innanlands til þess að ná stjórn á öllum áþreifanlegum uppsprettum mengunar sjávar, þar á meðal mengun frá landi, og samræma og sam- hæfa slíkar aðgerðir svæðisbundið og, þar sem við á, á víðtækari alþjóðlegum grunni. Eins og fyrr hefur komið fram er sic utere grundvallarreglan einnig útfærð í Stokkhólmsyfirlýsingunni í meginreglu 21 en þar segir: 30 M’Gonigle, bls. 181. 233
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.