Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Síða 69

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Síða 69
Ákvæði 212. gr. hafréttarsamningsins kveður á um mengun frá og í gegnum andrúmsloftið með sambærilegum hætti. Samkvæmt því ákvæði ber aðildarrtkj- um skylda til þess að setja lög og reglur er koma skulu í veg fyrir eða stýra eftir- liti með mengun sjávar frá landi þar sem m.a. er tekið tillit til alþjóðlegra reglna, staðla og framkvæmdar. Ákvæði 207. gr. hafréttarsamningsins um mengun sjávar frá landi er ekki eins skýrt og afdráttarlaust og þau ákvæði sáttmálans er taka á öðrum tegundum mengunar sjávar, svo sem vegna losunar frá skipum, né veitir það sambærilegar leiðir til þess að framfylgja því að ríki sinni skyldum sínum samkvæmt grein- inni.34 Olíkt þeim ákvæðum hafréttarsamningsins er fjalla um mengun frá skip- um, losun í hafið eða framkvæmdir á landgrunninu, er ekki kveðið á um það í ákvæði 207. gr. að sett verði föst lágmarksviðmið af alþjóðlegum samtökum. Hvað varðar mengun frá landi, skulu landslög, skv. 5. mgr. 207. gr. hafréttar- samningsins, „miða að því að draga sem allra mest úr dreifingu eitraðra, skað- legra eða skaðsamlegra efna í hafrýmið, einkum þeirra sem eru varanleg“ en það er hins vegar á valdi hvers einstaks ríkis að ákveða til hvaða úrræða skuli grípa og hvort aðgerðirnar skuli verða hnattrænar, svæðisbundnar eða á lands- vísu. Það er jafnframt á valdi hvers ríkis að ákveða hvaða efni skulu vera háð eftirliti. Þrátt fyrir að ákvæði 4. mgr. 207. gr. vísi til þess að leitast skuli við „að móta heims- og svæðisbundnar reglur, staðla og tilmæli um venjur og starfshætti“ til þess að ná tökum á mengun frá landi, þá leyfir ákvæðið jafnframt að hliðsjón verði höfð af „sérkennum svæða, efnahagslegri getu þróunarríkja og hagþróun- arþörf þeirra“.35 Ákvæði 207. gr. í heild sinni sýnir því vel að þjóðir heims höfðu ekki hug á að láta binda sig með sama hætti við alþjóðega stjórn á þessu sviði og þær voru tilbúnar til hvað varðaði ýmsar aðrar tegundir mengunar hafsins. Því hefur verið haldið fram að ástæðan fýrir því hafi verið ótti við að þurfa að færa of miklar félagslegar og efnahagslegar fórnir.36 Þrátt fyrir að hafréttarsamningurinn sé almennt ekki talinn mynda skýran lagaramma fyrir mengun sjávar frá landi, þá samræmast ákvæði hans í megin- atriðum framkvæmd ríkja, bæði svæðisbundið sem og á landsvísu, og rétt- arvenju á þessu sviði.37 Ákvæði hafréttarsamningsins mörkuðu mikilvægt skref í átt að almennum alþjóðlegum viðmiðum er varða mengun sjávar frá landi. Helsti veikleiki samingsins hvað varðar mengun frá landi er hins vegar sá að ákvæði hans eru almennt of veik og óljós og kveða ekki á um nein föst viðmið í þessu sambandi og veita ekki úrræði sem beita má ef aðildarríki samningsins gegnir ekki samningsskyldum sínum. 34 Birnie, Patricia og A. Boyle: International Law and the Environment. New York 1992, bls. 305. Hér eftir vísað til sem „Birnie". 35 Article 207.4. 36 Birnie, bls. 307. 37 Birnie, bls. 308. 235
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.