Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Page 70
4.3.3 Montreal-reglurnar
Montreal-reglumar eru fyrstu hnattrænu reglurnar er taka sérstaklega á
mengun sjávar frá landi. Montreal-reglurnar eru afurð vinnu sérfræðingahóps á
vegum Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna og vom þær gefnar út árið
1985.38 Eins og kemur fram í inngangi reglnanna eru þær í eðli sínu leiðbein-
ingarreglur og er ætlað að auka vægi gildandi meginreglna í alþjóðarétti á þessu
sviði en ekki að velta þeim úr sessi.
Þrátt fyrir að í Montreal-reglunum sé að finna nákvæmari útfærslu á skyldum
aðildarríkja en í hafréttarsamningnum þá hafa þær haft takmörkuð áhrif og hafa
ekki víða verið teknar í lög. Að hluta til kann þetta að stafa af því að reglurnar
skortir ákvæði um alvarleg viðurlög við athafnaleysi.39 Þrátt fyrir takmörkuð
áhrif reglnanna, hefur þó verið litið á þær sem góðan grunn fyrir hnattrænan
samning á þessu sviði í framtíðinni.
4.3.4 Svæðisbundnir alþjóðasáttmálar fyrir tilstuðlan Umhverfisstofnun-
ar Sameinuðu þjóðanna
Ymsir svæðisbundnir alþjóðasáttmálar hafa verið gerðir þjóða á milli á sviði
mengunar hafsins frá landstöðvum. Veigamesta átakið í því samhengi er þó af-
rakstur Framkvæmdaáætlunarinnar um umhverfi mannsins sem samþykkt var á
Stokkhólmsráðstefnunni árið 1972 og mælti fyrir um stofnun Umhverfisstofn-
unar Sameinuðu þjóðanna.40
Framkvæmdastjórn Sameinuðu þjóðanna skilgreindi baráttu gegn mengun
hafsins sem eitt af forgangsverkefnum umhverfisstofnunarinnar. Með svæðis-
bundinni nálgun taldi Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna sig betur geta
einbeitt sér að sérstökum vandamálum er urðu að njóta forgangs hjá ríkjum á
ákveðnu svæði. Framkvæmdaáætlun er þróuð fyrir hvert svæði og er hún sam-
þykkt sérstaklega af hverju ríki sem hún tekur til áður en hún kemur til fram-
kvæmda.41 Það var álitið að með því að taka með þessum hætti á málum myndi
38 VanderZwaag, David L.: Canada and Environraent Protection: Charting a Legal Course
Towards Sustainable Development. Boston 1995, bls. 129. Hér eftir vísað til sem: „VanderZwaag“.
39 M’Gonigle, bls. 204.
40 Þrátt fyrir að Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna gangi undir heitinu „stofnun" á íslensku
var henni ekki ætlað að vera stofnun heldur prógramm eins og enska heitið ber með sér: United
Nation Environmental Program. Stofnsett samkvæmt ákvörðun Aðalþings Sameinuðu þjóðanna
hinn 15. desember 1972. (United Nations General Assembly Resolution No. 2997 (XXVII), Insti-
tutional and Financial Arrangements for International Environmental Cooperation).
41 Svæðisbundnir samningar sem komið hefur verið á með prógrammi Umhverfisstofnunar Sam-
einuðu þjóðanna eru m.a. eftirtaldir: Mediterranean (Barcelona) Convention for the Protection of
the Mediterranean Sea Against Pollution (1976); Arabian-Persian Gulf (Kuwait) Regional Con-
vention for Co-operation on the Protection of the Marine Environment from Pollution (1978); West
Africa (Abidjan) Convention for Co-operation in the Protection and Development of the Marine
and Coastal Environment of the West and Central African Region; Southeast Paciflc (Lima) Con-
vention for the Protection of the Marine Environment and Coastal Areas of the South-East Pacific
(1981); Red Sea and GulfofAden (Jeddah) Regional Convention for the Conservation of the Red
Sea and Gulf of Aden Environment (1982) og Caribbean (Cartagena) Convention for the Protect-
ion and Development of the Marine Environment of the Wider Caribbean Region (1983).
236