Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Blaðsíða 70

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Blaðsíða 70
4.3.3 Montreal-reglurnar Montreal-reglumar eru fyrstu hnattrænu reglurnar er taka sérstaklega á mengun sjávar frá landi. Montreal-reglurnar eru afurð vinnu sérfræðingahóps á vegum Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna og vom þær gefnar út árið 1985.38 Eins og kemur fram í inngangi reglnanna eru þær í eðli sínu leiðbein- ingarreglur og er ætlað að auka vægi gildandi meginreglna í alþjóðarétti á þessu sviði en ekki að velta þeim úr sessi. Þrátt fyrir að í Montreal-reglunum sé að finna nákvæmari útfærslu á skyldum aðildarríkja en í hafréttarsamningnum þá hafa þær haft takmörkuð áhrif og hafa ekki víða verið teknar í lög. Að hluta til kann þetta að stafa af því að reglurnar skortir ákvæði um alvarleg viðurlög við athafnaleysi.39 Þrátt fyrir takmörkuð áhrif reglnanna, hefur þó verið litið á þær sem góðan grunn fyrir hnattrænan samning á þessu sviði í framtíðinni. 4.3.4 Svæðisbundnir alþjóðasáttmálar fyrir tilstuðlan Umhverfisstofnun- ar Sameinuðu þjóðanna Ymsir svæðisbundnir alþjóðasáttmálar hafa verið gerðir þjóða á milli á sviði mengunar hafsins frá landstöðvum. Veigamesta átakið í því samhengi er þó af- rakstur Framkvæmdaáætlunarinnar um umhverfi mannsins sem samþykkt var á Stokkhólmsráðstefnunni árið 1972 og mælti fyrir um stofnun Umhverfisstofn- unar Sameinuðu þjóðanna.40 Framkvæmdastjórn Sameinuðu þjóðanna skilgreindi baráttu gegn mengun hafsins sem eitt af forgangsverkefnum umhverfisstofnunarinnar. Með svæðis- bundinni nálgun taldi Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna sig betur geta einbeitt sér að sérstökum vandamálum er urðu að njóta forgangs hjá ríkjum á ákveðnu svæði. Framkvæmdaáætlun er þróuð fyrir hvert svæði og er hún sam- þykkt sérstaklega af hverju ríki sem hún tekur til áður en hún kemur til fram- kvæmda.41 Það var álitið að með því að taka með þessum hætti á málum myndi 38 VanderZwaag, David L.: Canada and Environraent Protection: Charting a Legal Course Towards Sustainable Development. Boston 1995, bls. 129. Hér eftir vísað til sem: „VanderZwaag“. 39 M’Gonigle, bls. 204. 40 Þrátt fyrir að Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna gangi undir heitinu „stofnun" á íslensku var henni ekki ætlað að vera stofnun heldur prógramm eins og enska heitið ber með sér: United Nation Environmental Program. Stofnsett samkvæmt ákvörðun Aðalþings Sameinuðu þjóðanna hinn 15. desember 1972. (United Nations General Assembly Resolution No. 2997 (XXVII), Insti- tutional and Financial Arrangements for International Environmental Cooperation). 41 Svæðisbundnir samningar sem komið hefur verið á með prógrammi Umhverfisstofnunar Sam- einuðu þjóðanna eru m.a. eftirtaldir: Mediterranean (Barcelona) Convention for the Protection of the Mediterranean Sea Against Pollution (1976); Arabian-Persian Gulf (Kuwait) Regional Con- vention for Co-operation on the Protection of the Marine Environment from Pollution (1978); West Africa (Abidjan) Convention for Co-operation in the Protection and Development of the Marine and Coastal Environment of the West and Central African Region; Southeast Paciflc (Lima) Con- vention for the Protection of the Marine Environment and Coastal Areas of the South-East Pacific (1981); Red Sea and GulfofAden (Jeddah) Regional Convention for the Conservation of the Red Sea and Gulf of Aden Environment (1982) og Caribbean (Cartagena) Convention for the Protect- ion and Development of the Marine Environment of the Wider Caribbean Region (1983). 236
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.