Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Síða 73

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Síða 73
ákjósanleg nálgun til þess að ná tökum á þessu vandamáli. Sú nálgun ætti þó ekki að útloka hina svæðisbundnu nálgun. Þrátt fyrir að svæðisbundna nálgun- in megni ekki ná tökum á mengun sjávar frá landi upp á eigin spýtur, þá er hún nauðsynlegur hluti af virku hnattrænu kerfi. Hefðbundinn hnattrænn alþjóðasáttmáli, bindandi fyrir þjóðir heims, virðist þó ekki vera í sjónmáli í náinni framtíð. A vegum Sameinuðu þjóðanna náðist árið 1995 sátt um að þróa hnattræna framkvæmdaáætlun um vernd sjávar gegn mengun frá landi (e. Global Programme of Action to Protect the Marine Environment from Land-based Activities).54 Framkvæmdaáætlun S.þ. er ætlað að taka til eftirfarandi málaflokka: (a) skólps, (b) þrávirkra lífrænna efna, (c) geislavirkra efna, (d) þungmálma, (e) olíuefna, (f) næringarefna, (g) setflutn- ings og mengunar sets, (h) sorps, (i) áhrifa á búsvæði og (j) meðhöndlunar og eftirlits með skaðlegum efnum. Framkvæmdaáætlun S.þ. hvetur til samtvinn- aðrar nálgunar á land-, svæðis- og hnattræna vísu til þess að vernda hafið gegn mengun frá landi. Henni er ætlað að aðstoða einstök ríki við að hrinda í fram- kvæntd aðgerðum, ein og sér eða í samvinnu við önnur ríki, gegn mengun sjávar frá landi. I Framkvæmdaáætlun S.þ. er svæðisbundin samvinna talin nauðsynleg þar sem sKk samvinna leiði til nákvæmari skilgreiningar og mats á vandamálum innan ákveðinna svæða og eðlilegrar forgangsröðunar verkefna innan þeirra. Víðtækari alþjóðlegri samvinnu er hins vegar ætlað það mikil- væga hlutverk að byggja upp mannauð, auðvelda flæði tækni og þekkingar, samvinnu og fjárhagsaðstoðar. Vegna sérstaks eðlis þrávirkra lífrænna efna er hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að nauðsyn sé á alþjóðlegu átaki til þess að koma á kerfi er bindi þjóðir heims að lögum til þess að draga úr og/eða koma í veg fyrir losun tólf tegunda þrávirkra lífrænna efna sem skilgreind eru sérstak- lega og mest hætta er talin stafa af. Framkvæmdaáætlun S.þ. er einungis ætlað að vera til leiðbeiningar en ekki bindandi að lögum. í henni felst ráðagerð um nálgun þessa umhverfisvanda- máls með því að flétta saman framkvæmdaáætlun einstakra ríkja og svæða í eina heild. Hversu árangursrík þessi nýja nálgun verður á eftir að koma í ljós en hér á landi hefur Hollustuvernd ríkisins þegar komið fram með tillögu um drög um Framkvæmdaáætlun fyrir Island um varnir gegn mengun sjávar frá land- stöðvum.55 5. ÍSLAND: MENGUN SJÁVAR FRÁ LANDI OG LAGAUMHVERFIÐ í sjónum umhverfis ísland er að finna mengun sem kemur að hluta til frá ís- landi en einnig frá öðrum löndum. Þrátt fyrir að til Islands berist mengandi efni 54 Framkvæmdaáætlun Sameinuðu þjóðanna var samþykkt af 110 þjóðum á vegum Umhverfis- stofnunar Sameinuðu þjóðanna hinn 3. nóvember 1995. UNEP (UN. Doc (OCA)/LBAOIG.2/7 7). Hér eftir nefnd Framkvæmdaáætlun S. þ. 55 Sjá tillögur Hollustuverndar ríkisins á heimasíðu stofnunarinnar á www.hollver.is. 239
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.