Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Síða 81

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Síða 81
eru lítt mótaðar og varpa litlu ljósi á það hvaða reglur gilda hér að alþjóðarétti. Þrátt fyrir ólíkar nálganir í alþjóðlegum sáttmálum hefur ekki tekist draga úr þessu umhverfisvandamáli. Nálgunin hefur verið of brotakennd, ýmist tak- markast við ákveðin svæði eða ákveðnar tegundir mengunar frá landi. Vegna hnattræns eðlis mengunar sjávar frá landi eru hnattræn samræming og samhæf- ing lykilatriði ef árangur á að nást í baráttunni við þetta umhverfisvandamál. Framkvæmdaáætlun S.þ. tekur á þessu vandamáli með nálgun er tvinnar saman nálgun á lands-, svæðisbundna og hnattræna vísu. Þrátt fyrir að Framkvæmda- áætlun S.þ. feli ekki í sér að ríki heims verði bundin af henni að lögum, þá er hún tvímælalaust hið umfangsmesta og mikilvægasta átak sem þjóðir heims hafa gert í baráttunni gegn mengun sjávar frá landi. Það á eftir að koma í ljós hvaða árangur hún mun raunverulega hafa í för með sér en til þess að hún skili þeim árangri senr vonir standa til hefur verið talið afar mikilvægt að auka skiln- ing á nauðsynlegum aðgerðum hjá alþjóðlegum þróunar- og fjármálastofnunum til þess að þróunarríki geti tekið virkan þátt í átakinu.68 Mengun sjávar frá landi er af ýmsurn toga umhverfis ísland en almennt ekki talin á alvarlegu stigi. Það er ánægjulegt að mengun við Islandsstrendur skuli ekki vera meiri en raun ber vitni. Lög og reglugerðir er snúa að þessum mála- flokki endurspegla það vandamál sem þeim er ætlað að glíma við, þ.e. þau eru af ýmsum toga og margbrotin. Það er vandasamt verk að ná góðri yfirsýn yfir lagarammann á þessu sviði en óhætt er að fullyrða að tiliögur Hollustuverndar ríkisins að drögum að Framkvæmdaáætlun fyrir Island á þessu sviði létta það verk. Segja má að Framkvæmdaáætlun Sameinuðu þjóðanna hafi nú þegar skil- að góðum árangri hér á landi með þeirri ágætu samantekt. Það er afar mikilvægt að við íslendingar höldum áfram að standa vel á verði ef við viljum njóta áfrarn þeirra gæða sem hreint umhverfi hafsins veitir okkur - bæði efnahagslega og í formi almennra lífsgæða. Minni háttar mengun sjávar af alvarlegum toga, eða einungis grunur um slíkt, getur haft mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér. HEIMILDASKRÁ: Birnie, Patricia, og Alan E. Boyle: International Law and the Environment. New York 1992. Brubaker, Douglas: Marine Pollution and International Law - principles and practice. London 1993. Davíð Egilsson, Elísabet D. Ólafsdóttir, Eva Yngvadóttir, Helga Halldórsdóttir, Flosi Hrafn Sigurðsson, Gunnar Steinn Jónsson, Helgi Jensson, Karl Gunnarsson, Sigurður Á. Þráinsson, Andri Stefánsson, Hallgrímur Daði Indriðason, Hreinn Hjart- arson, Jóhanna Thorlacius, Kristín Ólafsdóttir, Sigurður Gíslason og Jörundur Svavarsson: Mælingar á mengandi efnum á og við Island. Niðurstöður vöktun- armælinga. Starfshópur um mengunarmælingar. Reykjavík 1999. 68 Magnús Jóhannesson: „Verndun hafsins fyrir mengun". 247
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.