Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Page 87
skóla, kom í heimsókn til lagadeildar í mars 1999 ásamt eiginkonu sinni dr.
Annika Snare, afbrotafræðingi og dósent við Kaupmannahafnarháskóla. Vagn
Greve hélt fyrirlestur um efnið „Criminal Law in the 21st Century“ og Annika
Snare hélt fyrirlestur í kennslu- og umræðutíma í kjörgreininni „Ofbeldisbrot
frá sjónarhóli kvennaréttar“.
Geir Ulfstein dr. jur., prófessor við Department of Public and International
Law við Háskólann í Osló, hélt fyrirlestur í mars 1999 á vegum auðlindaskrif-
stofu utanríkisráðuneytisins og lagadeildar á sviði þjóðaréttar um efnið „Þjóð-
réttarleg staða Svalbarðasvæðisins með sérstöku tilliti til auðlindanýtingar".
Dr. Ian Freckelton, lögmaður og háskólakennari í Astralíu, kom í heimsókn
til lagadeildar í júní 1999. Hann hélt fyrirlestur um efnið „Upplýst samþykki
við læknisaðgerðir og hugsanleg refsi- og skaðabótaábyrgð ef út af er brugðið".
Ennfremur var hann með sérstaka málstofu fyrir sérfræðinga, sem koma að
meðferð ofbeldismála, s.s. lögmenn, dómara, rannsóknarlögreglumenn, sak-
sóknara, fulltrúa á Neyðarmóttöku vegna nauðgunar, lækna o.fl. Umræðuefnið
í málstofunni var „Sönnun byggð á sálfræðilegum sjúkdómsmyndum og ófull-
nægjandi niðurstöðum réttarlæknisfræðinnar“.
John Norton Moore, prófessor og forstöðumaður fyrir Center for Ocean Law
and Policy við Háskólann í Virginia, hélt fyrirlestur í nóvember 1999 á vegum
lagadeildar, utanríkisráðuneytisins og Hafréttarstofnunar Islands á sviði haf-
réttar um efnið „Nýjar stefnur og straumar í hafrétti“.
Victor L. Streib, lögmaður og deildarforseti og prófessor í lögum við Ohio
Northern University, Pettit College of Law, Ada, Ohio, kom í heimsókn til
lagadeildar í mars 2000 í tilefni 40 ára samstarfs Ohio-skólans og lagadeildar.
Á sama tíma var annar Bandaríkjamaður, John M. Burkoff, lögmaður og pró-
fessor í lögum við University of Pittsburgh, Pennsylvania í heimsókn á Islandi
á vegum bandaríska sendiráðsins. Þessir tveir fræðimenn héldu sameiginlegan
fyrirlestur á vegum lagadeildar á sviði refsiréttar og réttarfars sem bar yfir-
skriftina „Current Trends in U.S. Criminal Law and Proceedings". Þar að auki
hélt Victor L. Streib fyrirlestur í kennslutíma í refsirétti um efnið „Death Pen-
alty in United States“ og John M. Burkoff hélt fyrirlestur í kennslutíma í réttar-
fari.
í maí 2000 komu tveir færeyskir gestir í heimsókn til lagadeildar, Dr. Jóan
Pauli Jóensen, prófessor við Fróðskaparsetur Færeyja og formaður færeysku
stjórnarskrámefndarinnar, og Kári á Rógvi LL.M., ritari nefndarinnar. Var
haldinn fundur með prófessorum lagadeildar og gestunum um fyrirhugað sam-
starf lagadeildar og Fróðskaparsetursins á sviði lögfræðikennslu og rannsókna.
5.5 Vinnuferð kennara lagadeildar til Evrópu í september 1999
í septembermánuði 1999 fóru 9 kennarar og kennslustjóri lagadeildar í kynn-
is- og vinnuferð til Lúxemborgar og Strassborgar. Heimsóttir voru m.a. Evrópu-
dómstóllinn og EFTA-dómstóllinn í Lúxemborg svo og Mannréttindadómstóll
Evrópu, Evrópuráðið og Háskólinn í Strassborg. Styrkir til greiðslu hluta ferða-
253