Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Page 39
mótin 1900 er langur vegur. Sess fullveldishugtaksins í sjálfstæðisbaráttunni er
sá að hafa í raun lokið henni þegar þjóðarétturinn opnaði íslendingum viður-
kennda leið til fullveldis og Danir voru reiðubúnir til að gefa íslendingum eftir
fullt vald í eigin lögsögu.
Af því sem ég hef hér rakið sést að fullveldi hefur aldrei merkt einfaldlega
það sama og sjálfstæði. Merking þess hefur alla tíð verið rædd frá ýmsum
sjónarhomum í opinberri umræðu hér á landi, en ávallt í skýru samhengi við
þróun þjóðaréttar og alþjóðlegra samskipta. Það er í senn þetta samhengi við
þróun þjóðaréttar og margræðni hugtaksins í íslenskri umræðu fyrri tíðar sem
yfirleitt fer forgörðum þegar fullveldi er beitt sem pólitísku slagorði.
Fullveldi hefur frá upphafi, þ.e. frá 1. desember 1918, haft tvíþætta merk-
ingu: Annars vegar er vísað til stöðu íslands í alþjóðasamskiptum sem ríkis er
beri réttindi og skyldur að þjóðarétti, fari með bundið fullveldi eins og önnur
ríki heims. Hins vegar til stjómskipunar ríkisins, ríkisvaldsins og hverjir skuli
með það fara og hvemig skuli með það farið. Að því leyti var Konungsríkið
Island, eins og það var nefnt frá 1918 til 1944, beint framhald af stjórnskipunar-
sögu Danmerkur með einkennum sem sum áttu rætur í Konungalögunum en
flest voru niðurstaða stjómfrelsisbyltingar 19. aldar í Evrópu.
3.4 Fyrirbærið yfirþjóðlegt vald og opin stjórnarskrárríki
Eftir síðari heimsstyrjöld voru gerðar breytingar á stjómarskrám víða um
lönd sem gerðu ráð fyrir annars konar þátttöku í alþjóðlegum stofnunum en
fram að því hafði tíðkast. Opnunarákvæði komu inn í stjórnarskrárnar.11 Þau
heimiluðu tilgreint framsal valds til alþjóðlegra stofnana í tilteknum tilgangi
friðar og alþjóðasamvinnu og oft með auknum meirihluta á þjóðþingi eða
þjóðaratkvæðagreiðslu til samþykktar tiltekins alþjóðasamnings.
Það var snemma almennt viðurkennt að aðild að Evrópubandalögunum fæli
í sér framsal á fullveldi. Stjómarskrárbreytingin í Danmörku 1953 er til marks
um það, en með þeirri stjómarskrárbreytingu voru Danir m.a. að búa sig undir
að geta orðið aðilar að Evrópubandalögunum auk þess sem horft var til atriða í
stofnsáttmála Atlantshafsbandalagsins (NATO) og Sameinuðu þjóðanna.
í Lýðveldisstjómarskrá fslands, lög nr. 33/1944, var ekkert tekið á þessu
atriði en litlar sem engar efnislegar breytingar voru gerðar á stjómarskránni í
það sinn. Þegar ísland gerðist aðili að Sameinuðu þjóðunum var lagt fram á
Alþingi ítarlegt lögfræðiálit Einars Amórssonar og Gunnars Thoroddsen um
áhrif aðildar á fullveldið, einkum ákvæðanna um Öryggisráðið.41 Um aðildina
að NATO urðu afar harðar deilur, sem kunnugt er, og brigsl um landráð gengu
í allar áttir. Engin sambærileg lögfræðileg greinargerð var lögð fyrir Alþingi um
fullveldi í það sinn.
40 Slík ákvæði komu í stjómarskrá Frakklands 1946, Ítalíu 1947 og Hollands um svipað leyti. í
Noregi ekki fyrr 1962 svo dæmi séu tekin.
41 Alþt. 1946, B-deild, bls. 2 o.áfr.
33