Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Síða 46
Sambandslögin 1918 kváðu á um einingu ríkisvalds og sjálfdæmi íslands í
fullveldismálum, sbr. kafla 4.1. Einingu ríkisvalds má lýsa með hinni almennu
lögmætisreglu sem er grunnregla íslenskrar stjómskipunar og stjómsýsluréttar.
Reglan vísar til uppbyggingar stjórnskipaninnar, þ.e. að allt vald stafar frá hinu
æðsta valdi (sbr. 9. gr. stjskr. nr. 9/1920) og þar fellur hún saman við regluna
um rétthæð réttarheimilda í stjómskipunarrétti.
Lögmætisreglan varðar löggjafarvaldið að því leyti að lög verða ekki sett
nema í samræmi við stjómarskrá og reglugerðir verða ekki settar nema þær hafi
lagastoð. Hún varðar framkvæmdarvaldið að því leyti að framsal valds er
einungis heimilt frá æðra stjómvaldi til lægra setts stjómvalds og í samræmi við
lög. Hún varðar dómsvaldið, sbr. 59. gr. sem kveður á um að skipun dómsvalds
verði eigi ákveðin nema með lögum, en einkum 61. gr. stjómarskrárinnar þar
sem segir: „Dómendur skulu í embættisverkum sínum fara einungis eftir lög-
unum“. Af ástæðum sem í sjálfu sér em fremur frceðilegar en stjórnskipulegar
skipuðu sett lög öndvegi lengst af þeim tíma sem Island hefur verið fullvalda
ríki. Hér hefur vildarrréttarstefna verið ráðandi í lögfræði, þ.e. sú kenni-
setning að lög séu fátt annað en ákvarðanir Alþingis og að Alþingi geti að mestu
ráðið því hvað sett sé í lög.63 Þessi áhersla á löggjafann og athafnir hans kemur
fram í ýmsu, t.d. tregðu Hæstaréttar til að taka afstöðu til stjórnskipulegs gildis
laga en sú tregða hefur raunar verið á miklu undanhaldi síðustu ár.
Efnisþættir lögmælts ríkisvalds eru þær valdheimildir sem árið 1918 voru
nefndar fullveldismál. I kenningu Bodins og þeim stjómskipunarhugmyndum
sem á eftir fylgdu, raunar allt fram á þessa öld, héldust slíkar valdheimildir
meira eða minna hinar sömu.64 Slíkri upptalningu verkefna sér enn stað í lýð-
veldisstjómarskránni og hefur lítt eða ekki breyst á gildistíma stjórnarskrár fyrir
Island."5 Samkvæmt bókstaf stjórnarskrárinnar í 2. gr. fer forseti Islands með
löggjafarvald ásamt Alþingi, skipunarvald samkvæmt 15. og 20. gr., gerir
samninga við önnur ríki samkvæmt 21. gr., fellir niður saksókn og veitir undan-
þágur frá lögum. Allt er þetta vald skýrt svo að ráðherrar framkvæmi það. Á
hinn bóginn gefur þetta hugmynd um inntak fullveldisins, þau verkefni sem
talin voru tilheyra ríkisvaldinu.
62 Sjá Dóra Guðmundsdóttir: „Gagnrýnin (laga)hugsun og nýjar áherslur í lögfræðum". Úlfljótur.
4. tbl. 1995, bls. 385-390 og Sigurður Líndal: Orðræða um lögfræði, sama heimild, bls. 437-438.
63 Þetta er afskaplega einfölduð framsetning. Sjá íslenska gagnrýni á vildarréttarstefnu Garðar
Gíslason: „Er valdbinding höfuðeinkenni á lagareglum?" Ármannsbók. Rvík. 1989, bls. 149-164.
Sennilega er varhugavert að fella íslenska réttarframkvæmd eindregið undir nokkra eina slíka
kenningu, því að þrátt fyrir að orðræða sé vildarréttarleg kann veruleikinn að vera annar. A.m.k.
hafa fordæmi, venjur og eðli rnáls vegið þungt í dómum hér á landi.
64 í Konungalögununt 1665 voru tilgreindar valdheimildir (eða „fullveldismál") konungs þessar:
Lagasetningarvaldið, skipun embættismanna. hervaldið, vald yfir kirkjunni og samningar fyrir
hönd ríkisins. I danskri stjómlagafræði ber enn við að rætt sé um kongelige prœrogativer, sérrétt-
indi konungs, og má telja það grein af sama meiði. Sama á við um norskan rétt.
65 Olafur Jóhannesson nefnir það eiginlegt ríkisvald sent í stjómarskránni er fengið tilteknum aðil-
um. Ólafur Jóhannesson: „Stjómarskráin og þátttaka í íslands í alþjóðastofnunum". Tímarit lög-
fræðinga. 1. hefti 1962, bls. 7.
40