Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1918, Side 78

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1918, Side 78
78 fær hann fyrst, cr hann fer að greina líkama sinn frá um- hverfinu. En prófsteinninn fyrir þvi, hvað heyri líkamanum til er það, að barnið finnur til í líkama sinum og limum og fer því að huga að honum, gæta hans betur en hlutanna fyrir utan sig, sem það getur farið með eftir þvi sem það megnar án þess að hafa nokkur óþægindi af. Fyrsta hug- mynd mannsins um sjálfan sig er því um hina 1 i k a m 1 e g u sjálfsveru sina. En fyrir brask sitt og bjáslur fer barnið og að fá hugmynd um það, að það sje sjálfstæð starfandi vera, er geti valdið hinum og þessum breytingum i um- hverfinu. Alt þetta rennur saman i óljósa hugmynd um sjerstaka, sjálfslæða veru með hinum og þessum hæfileikum og tilhneigingum. En hugmynd þessi er enn næsta þoku- kend, og enn gerir barnið sjer naumast grein fyrir öðru en því, sem það finnur til á hinni líðandi stund. Ef nú barnið lifði ekki í samfjelagi við sjer eldri og reyndari menn, mundi það naumast fá aðrar eða greinilegri hugmyndir um sjálft sig en þær, sem gætu þróast upp af lifskendum þess og tilhneigingum. En nú elst barnið upp með sjer eldri og reyndari mönnum, undir áhrifum þeirra og aga. En fyrir þetta fær það hugmynd um sjálft sig sem einn af mörgum, öðrum eldri mönnum undirgefið, og þá einnig hugmynd um hið margvislega samneyti sitt við þá. En við þelta þróast hugmynd þess um hina fjelagslegu sjálfsveru sína og sinn eigin innra mann. Ungbarnið gerir í fyrstu engan greinarmun á lifandi og dauðu, á mönnum og munum. En það fer þó brált að taka betur eftir manneskjunum í kringum sig en hlutunum, af því að þær eru altaf á iði og sljái kringum það, gefa sig að því og þægja þörfum þess. Fer jafnvel svo áður en varir, að barnið fer að blása lifi og sál í hlutina og hugsa sjer þá í liki lifandi vera. En af þessu stafar öll æfmtýratrú barna og lítlþroskaðra manna og hinar kynlegu hugmyndir þcirra um, að alt sje lífi og sálu gætt líkt og maðurinn. Uað er fyrst nokkuð löngu síðar, að barnið fer að greina almennilega milli þess, sem er líllaust og lifi gætt. Helsta hugðarefni þess er fyrst og fremst alt, sem lifir og hrærist, menn og skepnur, atferli þeirra, látbragð og látæði. Og auk þess, sem það er sifelt að reyna að þægja sínum eigin þörfum, reynir það á allan hátt að slæla og herma eftir hinum fullorðnu bæði í orðum og athöfnum, og einhver heitasta ósk þess er að verða »stór«. En fyrir eftirhermur sinar lærir barnið málið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.