Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1918, Síða 98
98
sá siðavandi æ þvi hygnari og vandaðri í ráði sínu og fram-
ferði. Þannig þroskast sjálfsvera mannsins æ meir og meir
í einhverja ákveðna átt, eftir því sem vaninn verður ríkari
og eftir því sem lengra liður, en fyrir bragðið verður mað-
urinn að ákveðnari og ákveðnari persónu eða »manntegund«,
hvort sem hún er nú talin ill eða góð. En það er líka
nokkur munur á þessum persónum i sálfræðilegu tilliti.
Þær eru misánauðugar eða misfrjálsar, enda farnast þeim
rnjög misjafnlega eftir því, hvaða hugðum þær þjóna.
Nautnaseggurinn og gjálífismaðurinn fylgir girndum sínum
i blindni og verður að síðuslu ánauðugur þræll þeirra. En
hinn hyggni maður og gætni gefur sjer jafnan tóm til íhug-
ana og velur jafnan þann kostinn, sem hann telur beslan.
I5ví verður hann herra en ekki þræll girnda sinna. Hinn
velur í blindni, en hann opnum sjónum. Og því hygnari og
gælnari, sem maðurinn er, því fleiri möguleika eygir hann,
en því viðtækara verður valið og hann að sama skapi frjáls-
ari í vali sínu. Þ'ví er það svo satt, sem segir í Hávamálum:
»Byrði hetra — berat maðr brautu at — en sé mannvit
mikit«. Þvi að mannvitið gerir mann frjálsari og óháðari i
breylni sinni og getur samfara siðvendninni jafnan sagt
manni, hvern kostinn maður eigi helst að velja. En annað,
sem er ekki minna um vert, leiðir og af þessu sama.
Keipakindin, kenjaklápurinn og nautnaseggurinn og yfir-
leitt allir þeir, sem fara eftir dutlungum sínum og stundar-
girndum, smáleysasl i sundur og fara í mola, og öll skap-
gerð þeirra er hrunin og komin í rústir, áður en þeir vita
í.jálfir af. Ástríðumaðurinn aftur á móti, hver sem hann er,
og hvort sem ástríða hans snýst til auðsöfnunar, valda
eða melorða, er eins og sigjósandi hver, sem ef lil vill gýs
hærra og hærra, en hjakkar þó oftast í sama farið og
ávinnur sjer það eitt að hlaða sjer jafnan hærri og hærri
strokkinn. En hinn spaki, siðavandi maður er eins og sí-
streymandi lind, er brýtur sjer sífelt nýjar brautir og magn-
ast æ því meir sem lengra líður, uns hann að lokum í
fylling sinni er orðinn að þeirri miklu móðu, sem, eins og
komist er að orði í Goethe’s: Mahomets Gesang, rennur:
— sigri hrósandi
aö sævi fram.
Þótt nú sjálfsvera mannsins þróist í einhverja ákveðna átt,
þá er alls ekki þar með sagt, að henni fari fram. Þróun og
framþróun er alveg sitt hvað. En hvenær fer þá manninum