Hugur - 01.01.1996, Page 16

Hugur - 01.01.1996, Page 16
14 Kristján Kristjánsson enda hefði drápiö á félaganum þá verið beinn ásetningur gerandans sem tæki að því marki að granda skriðdrekanum. Mér er eiður sær að ég er öldungis ófær um að sjá nokkurn siðlegan mun á þessum tveimur dæmum eða skilja hví gerandinn bæri einungis ábyrgð á dauða fangans í síðara tilvikinu en ekki hinu fyrra. Reglan um tvenns konar afleiðingar kvæði á um að læknirinn hefði gert rétt í fyrstu sögu okkar þar sem lát hins eina hefði einungis verið fyrirsjáanleg afleiðing þess ásetnings að bjarga fimm; í sögunni um Þórð hefði ætlunin í upphafi hins vegar verið sú að deyða Þórð og það væri óréttlætanlegt. En börnum söguna um Þórð þá aðeins: ímyndum okkur að bjarga mætti lífi fimmmenninganna á stofu 7 með því að efla þar einhvem seið; eftir það risu þeir allir upp stálslegnir, en fyrirsjáanleg afleiðing gjörningsins væri sú að skömmu síðar bærust eitraðar gufur inn á stofu 6 og bönuðu Þórði. Samkvæmt reglunni sem hér er til umræðu gæti læknirinn leyst hendur sínar með því að segjast enga ábyrgð bera á dauða Þórðar; það hefði ekki verið hin beina ætlun með seiðnum - heldur að bjarga hinum fimm. Ég vona að meira púðri þurfi ekki að eyða á þessa sérkennilegu reglu um tvenns konar afleiðingar; viðaukinn um eiturgufurnar er raunar ástæð- an fyrir því að Philippa Foot hafnar henni á endanum.10 Heimspekingur að nafni Alexander Rosenberg hefur nýlega sett fram aðra reglu og beitt henni af mikilli hind á dæmisögumar fjórar.* 11 Reglan er sú að grundvallarmunur sé á því að fóma einum með þeirri afleiðingu að mörgum sé bjargað og að bjarga mörgum með þeirri afleiðingu að einn fyrirfarist. Fyrri kosturinn, sem eigi þá til dæmis við í sögu 2 og 4 þar sem drápið komi á undan björguninni í orsakakeðjunni, sé stórhættulegur vegna þess hve hann geti verið algengur og gefið skelfilegt fordæmi; hinn síðari (svo sem í 1 og 3) sé sjaldgæfari og raunar lofs- fremur en lastsverður. Um siðlegt gildi þess hvað kemur á undan hverju í orsakakeðju mætti skrifa langt mál. Ég ætla að fara sem skemmst út í þá sálma hér en benda þess í stað á að Rosenberg sýpur sömu fjöm og Anscombe í dæminu um eiturgufurnar. Þar er fimm mönnum bjargað með þeirri afleiðingu (síðar) að einn sjúklingur kafnar; en varla þykir 10 „The Problem of Abortion... “, bls. 25-29. 11 Rosenberg, A., „Contractarianism and the ’Trolley' Problem", Journal of Social Philosophy, 23 (1992).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.