Hugur - 01.01.1996, Page 16
14
Kristján Kristjánsson
enda hefði drápiö á félaganum þá verið beinn ásetningur gerandans sem
tæki að því marki að granda skriðdrekanum. Mér er eiður sær að ég er
öldungis ófær um að sjá nokkurn siðlegan mun á þessum tveimur
dæmum eða skilja hví gerandinn bæri einungis ábyrgð á dauða
fangans í síðara tilvikinu en ekki hinu fyrra.
Reglan um tvenns konar afleiðingar kvæði á um að læknirinn hefði
gert rétt í fyrstu sögu okkar þar sem lát hins eina hefði einungis verið
fyrirsjáanleg afleiðing þess ásetnings að bjarga fimm; í sögunni um
Þórð hefði ætlunin í upphafi hins vegar verið sú að deyða Þórð og
það væri óréttlætanlegt. En börnum söguna um Þórð þá aðeins:
ímyndum okkur að bjarga mætti lífi fimmmenninganna á stofu 7 með
því að efla þar einhvem seið; eftir það risu þeir allir upp stálslegnir,
en fyrirsjáanleg afleiðing gjörningsins væri sú að skömmu síðar
bærust eitraðar gufur inn á stofu 6 og bönuðu Þórði. Samkvæmt
reglunni sem hér er til umræðu gæti læknirinn leyst hendur sínar með
því að segjast enga ábyrgð bera á dauða Þórðar; það hefði ekki verið
hin beina ætlun með seiðnum - heldur að bjarga hinum fimm. Ég
vona að meira púðri þurfi ekki að eyða á þessa sérkennilegu reglu um
tvenns konar afleiðingar; viðaukinn um eiturgufurnar er raunar ástæð-
an fyrir því að Philippa Foot hafnar henni á endanum.10
Heimspekingur að nafni Alexander Rosenberg hefur nýlega sett
fram aðra reglu og beitt henni af mikilli hind á dæmisögumar
fjórar.* 11 Reglan er sú að grundvallarmunur sé á því að fóma einum
með þeirri afleiðingu að mörgum sé bjargað og að bjarga mörgum
með þeirri afleiðingu að einn fyrirfarist. Fyrri kosturinn, sem eigi þá
til dæmis við í sögu 2 og 4 þar sem drápið komi á undan björguninni
í orsakakeðjunni, sé stórhættulegur vegna þess hve hann geti verið
algengur og gefið skelfilegt fordæmi; hinn síðari (svo sem í 1 og 3)
sé sjaldgæfari og raunar lofs- fremur en lastsverður.
Um siðlegt gildi þess hvað kemur á undan hverju í orsakakeðju
mætti skrifa langt mál. Ég ætla að fara sem skemmst út í þá sálma
hér en benda þess í stað á að Rosenberg sýpur sömu fjöm og
Anscombe í dæminu um eiturgufurnar. Þar er fimm mönnum bjargað
með þeirri afleiðingu (síðar) að einn sjúklingur kafnar; en varla þykir
10 „The Problem of Abortion... “, bls. 25-29.
11 Rosenberg, A., „Contractarianism and the ’Trolley' Problem", Journal
of Social Philosophy, 23 (1992).