Hugur - 01.01.1996, Page 20

Hugur - 01.01.1996, Page 20
18 Kristján Krístjánsson veija hana.19 Ástæðulaust er að endurtaka þá málsvörn hér. Þó verður að minna á nokkur atriði til skýringar. Nytjastefnan er allsherjar- kenning sem gengur út á að gildi siðlegrar athafnar ráðist af því hvort hún auki heildarhamingju heimsins í bráð og lengd. Illu heilli hafa flestir talsmenn nytjastefnu á 20. öld verið hughyggjumenn um gæði og þar með hamingju. Þeir hafa talið að stefna bæri að því að auka heildarhlut þess sem fólk sjálft mæti ánægjulegt í það og það skiptið eða að sjá til þess að óskir sem flestra einstaklinga rættust í réttri for- gangsröð. Síðara afbrigðið kallast á fínu máli „preference utilitarian- ism“, forgangsnytjastefna, og lofsöng írinn Jeremy Bowman það á haustdögum 1994 í fyrirlestrum norðan heiða og sunnan.20 Þetta er ekki sú nytjastefna sem ég aðhyllist heldur ræ ég á borð með John Stuart Mill sem var hluthyggjumaður um inannleg gæði, taldi að „nytsemi í víðustu merkingu“ skírskotaði til þroska ein- staklingseðlisins og að greina mætti á milli lægri og æðri tegundar ánægju: Hin síðari væri sú sem reyndir og dómbærir menn, er kynnst hefðu hvorri tveggja, kysu fremur á grunni þekkingar sinnar á því hvers lags ánægja risti dýpst. Þannig vildi enginn maður, sem vissi hvað raunveruleg ást væri, skipta á henni og súkkulaði, hversu mikið af svissnesku gæðasúkkulaði sem væri í boði og hversu mikla ar- mæðu sem ástin bakaði honum á köflum. Samkvæmt Mill er því hamingjan, sem stefna ber að, sú ánægja sem fólki er raunverulega til góðs, sem stuðlar í raun að varanlegri vellíðan þess, en ekki sú ljúfa villuværð sem það væri til með að kjósa sér til handa að vanhugsuðu ráði í hita leiksins. Og það sem reynslan kennir okkur svo að skapi mesta varanlega ánægju er einmitt að „hver maður öðlist sem mestan og fyllstan þroska hæfileika sinna“.21 Einn kjarni allrar nytjastefnu er að menn beri í sjálfu sér jafna ábyrgð á því sem þeir gera og láta ógert, þ.e. á öllum fyrirsjáanlegum afleiðingum athafna sinna og athafnaleysis. Þeirri gagnrýni Anscombe að það sé fáránlegt að framfærandi bams beri jafna ábyrgð á því að 19 Sbr. einkum „Nytjastefnan". 20 Opinber fyrirlestur hans þá hét „Sacrificing the Innocent". 21 Sjá tilvísanir í og umfjöllun um þessi og önnur ívitnuð orð Mills í ritgerðum mínum, „Frelsi og nytsemd", Þroskakostir, bls. 61 og áfram, og „Að kenna dygð“, Erindi siðfrœðinnar, ritstj. Róbert H. Haraldsson (Reykjavík: Rannsóknarstofnun í siðfræði, 1993), bls. 39.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.