Hugur - 01.01.1996, Page 23

Hugur - 01.01.1996, Page 23
Af tvennu illu 21 jöfnu.27 En aftur hlýtur þó að vega þyngra að aðstæðurnar eru svo ótrúlegar og ólíklegar að réttlæting á gjörð söguhetjunnar myndi varla halda aftur af feitlögnu fólki að ferðast með lestum. Hún myndi ekki heldur skapa fordæmisgildi sem réttlæting á mismunun gagnvart hópi fólks með eiginleika sem alla jafnan er litið niður á, þ.e. þybbnu fólki almennt, enda felur hún enga slíka réttlætingu í sér. Það er aðeins hending að í þessu tilfelli er þörf á óvenju feitlögnum manni en ekki til dæmis óvenjulega hávöxnum. Minnumst þess að við erum ekki að tala um að fórna þurfi heilli stórfjölskyldu af fituhlunkum - í einu lagi eða smátt og smátt. Auðvitað kynni að vera að við gugnuðum á því þegar á hólminn væri komið að ýta fituhlunknum út á teininn; okkur yrði máski metið það til breyskleika og ekki lagt svo mjög til lasts. En eins og skrapp upp úr einum nemanda mínum fyrir nokkru þegar þessi saga var til umræðu: „Mikið vildi ég að ég hefði kjark til að stjaka við honum.“ Mikið vildi ég að ég bæri áræði til þess ama líka. Slík hygg ég að yrði greining nytjastefnunnar á klípusögunum fjórum; og mæli nú hver rán og regin við mig sem vill. Sjálfsagt mun einhver bregða mér um kaldrifjað siðleysi; ég skipi mönnum að saurga hendur sínar bróðurblóði ef því er að skipta og ræni þá þar með allri sjálfsvirðingu, allri mannrænu. Um slíka ákúru er margt að segja. í fyrsta lagi er nytjastefnan mjög næm fyrir einstaklingamun; ef einhver væri svo sinnis að hann gceti alls ekki fengið það af sér að grípa í handfangið, blaka við þeim feita eða skjóta samgísl sinn, og gerði hann það samt yrði honum svo gengið að hann sinnti ekki öðrum þarfaverkum upp frá því, myndi nytjastefnan jafnvel sjá í gegnum fingur við hann. Það eykur nefnilega alls ekki heildar- hamingju heimsins að knýja menn með valdi til að gera það sem þeir geta alls ekki fengið af sér að gera, enda verði þeir eftirleiðis verk- lausir! í öðru lagi þá liti nytjastefnumaðurinn sjálfsvirðingu öðrum augum en andmælandinn. Hann teldi sjálfsvirðinguna felast í tryggð við hugsjónir - málefni eða persónur - sem ekki væru sviknar, hversu miklir peningar sem væru til að mynda í boði, en ekki slíkri sauð- tryggð að maður stæði eins og hundur á roði hverrar hugsjónar sinnar, 27 Mér var bent á þetta nýverið á fræðslufundi með trúnaðarmönnum hjá Akureyrarbæ.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.