Hugur - 01.01.1996, Side 25

Hugur - 01.01.1996, Side 25
Af tvennu illu 23 heimspekinemar höfðu veg og vanda að,32 er varla aðra siðfræði að frnna en þá sem flokkast undir dygðafræði. Út á hvað ganga þá þessi nýuppvöktu fræði? Umfram allt það að hætta að tönnlast á spumingum eins og þeim hvað mér beri siðferði- lega að gera eða hvers siðfræðileg lögmál krefjist af mér við þessar og hinar aðstæðurnar en spyrja þess í stað, í anda Grikkjanna fornu, hvemig ég eigi að breyta við slíkar aðstæður til að njóta velfarnaðar. Svarið, eða öllu heldur kosturinn á svari, byggist síðan á því reyndar- atriði að við menn séum svo úr garði gerðir frá náttúrunnar hendi að það sem helst stuðli að farsæld okkar í lífinu sé að þroska „þau persónueinkenni sem kölluð em dygðimar - hugrekki, réttlæti, góð- vild og svo framvegis.“33 Viðmið siðfræðinnar verður maður „með fullt hús dygða“, rétt eins og viðmið tannlæknisfræðinnar er „fullbúið tannsett“.34 Þetta þýðir að rétt breytni er skilgreind sem sú aðgerð er dygðugur einstaklingur myndi grípa til við gefnar aðstæður - og þá er viðmiðið, dygðablóðið, einstaklingur sem ræktað hefur með sér viðeigandi dygðir eða geðshræringar35 og auðsýnir þær á réttum stað og tíma. Til að forðast vítahring, þ.e. að skilgreina rétta breytni út frá breytni dygðablóðsins og dygðablóðið svo sem þann er breytir rétt, er opnað fyrir útveg: dygðablóðið sé umfram allt maður með þá alls- heijar skaphöfn er leiði til farsældar, „eudaimonia“, í hinum gríska (og reyndar íslenska) skilningi.36 Siðferðiskenningum er oft til einföldunar skipt í tvo flokka: leiks- lokakenningar, sem skilgreina það sem rétt er út frá því sem er gott, og lögmálskenningar sem fara þveröfugt að, þ.e. skilgreina það góða út frá hinu rétta. Samkvæmt orðanna hljóðan ættu dygðafræðin að falla í fyrri flokkinn þar sem þau skilgreina rétta breytni út frá hinum æðstu gæðum mannheims: „þrifseminni“ er forfeður okkar hefðu 32 Sjá Heimspeki á tuttugustu öld en þar er m.a. að finna ritgerðir eftir Foot, Anscombe og Hursthouse. oa Hursthouse, R., „Dygðastefna nútímans" (þýð. Einar Logi Vignisson), Heimspeki á tuttugustu öld, bls. 273. 34 „Siðfræði nútímans", bls. 198. 35 Hér er einatt, með réttu, í anda Aristótelesar litið á geðshræringar sem ígildi dygða, sjá ritgerð mína „Um geðshræringar", Skírnir, 168 (hausthefti, 1994). 36 Hursthouse, R., „Virtue Theory and Abortion11, Philosophy and Public Affairs, 20 (1991), bls. 226.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.