Hugur - 01.01.1996, Page 25
Af tvennu illu
23
heimspekinemar höfðu veg og vanda að,32 er varla aðra siðfræði að
frnna en þá sem flokkast undir dygðafræði.
Út á hvað ganga þá þessi nýuppvöktu fræði? Umfram allt það að
hætta að tönnlast á spumingum eins og þeim hvað mér beri siðferði-
lega að gera eða hvers siðfræðileg lögmál krefjist af mér við þessar og
hinar aðstæðurnar en spyrja þess í stað, í anda Grikkjanna fornu,
hvemig ég eigi að breyta við slíkar aðstæður til að njóta velfarnaðar.
Svarið, eða öllu heldur kosturinn á svari, byggist síðan á því reyndar-
atriði að við menn séum svo úr garði gerðir frá náttúrunnar hendi að
það sem helst stuðli að farsæld okkar í lífinu sé að þroska „þau
persónueinkenni sem kölluð em dygðimar - hugrekki, réttlæti, góð-
vild og svo framvegis.“33 Viðmið siðfræðinnar verður maður „með
fullt hús dygða“, rétt eins og viðmið tannlæknisfræðinnar er „fullbúið
tannsett“.34 Þetta þýðir að rétt breytni er skilgreind sem sú aðgerð er
dygðugur einstaklingur myndi grípa til við gefnar aðstæður - og þá er
viðmiðið, dygðablóðið, einstaklingur sem ræktað hefur með sér
viðeigandi dygðir eða geðshræringar35 og auðsýnir þær á réttum stað
og tíma. Til að forðast vítahring, þ.e. að skilgreina rétta breytni út frá
breytni dygðablóðsins og dygðablóðið svo sem þann er breytir rétt, er
opnað fyrir útveg: dygðablóðið sé umfram allt maður með þá alls-
heijar skaphöfn er leiði til farsældar, „eudaimonia“, í hinum gríska (og
reyndar íslenska) skilningi.36
Siðferðiskenningum er oft til einföldunar skipt í tvo flokka: leiks-
lokakenningar, sem skilgreina það sem rétt er út frá því sem er gott,
og lögmálskenningar sem fara þveröfugt að, þ.e. skilgreina það góða
út frá hinu rétta. Samkvæmt orðanna hljóðan ættu dygðafræðin að
falla í fyrri flokkinn þar sem þau skilgreina rétta breytni út frá hinum
æðstu gæðum mannheims: „þrifseminni“ er forfeður okkar hefðu
32 Sjá Heimspeki á tuttugustu öld en þar er m.a. að finna ritgerðir eftir
Foot, Anscombe og Hursthouse.
oa
Hursthouse, R., „Dygðastefna nútímans" (þýð. Einar Logi Vignisson),
Heimspeki á tuttugustu öld, bls. 273.
34 „Siðfræði nútímans", bls. 198.
35 Hér er einatt, með réttu, í anda Aristótelesar litið á geðshræringar sem
ígildi dygða, sjá ritgerð mína „Um geðshræringar", Skírnir, 168
(hausthefti, 1994).
36 Hursthouse, R., „Virtue Theory and Abortion11, Philosophy and Public
Affairs, 20 (1991), bls. 226.