Hugur - 01.01.1996, Side 31
Af tvennu illu
29
vill meðal annars að við segjum alltaf sannleikann; sannsögli sé skil-
yrðislaus dygð. Þó að við megum að vísu, ef á bjátar, reyna að drepa
sannleikanum á dreif, slá út í aðra sálma o.s.frv., þá megum við á
endanum aldrei Ijúga. Þetta þýðir, sagði Maclntyre eitt sinn í góðum
hópi, að vinir hans þekki ekki sannsögulli mann en hann en heldur
engan jafn lævi blandinn! En hvað ef kvöðin um að segja satt stangast
á við kvöðina að bjarga saklausu mannslífi, eins og þekkt er úr
ýmsum klassískum dæmisögum? Maclntyre á það eitt svar að Guð
veiti manni styrk til að taka rétta ákvörðun við slíkar aðstæður og
komast óskaddaður frá henni - en þá talar hann ekki lengur sem
dygðafræðingur heldur sem kaþólikki sem hann er auðvitað umfram
allt.50
Anscombe rígheldur í regluna um tvenns konar afleiðingar athafna,
reglu sem fyrr var rædd og hafnað. Að auki virðist hún líta svo á að
réttlætið sé æðst dygða og talar um yfirburði þess gagnvart orðasam-
böndunum „siðferðilega réttur“ eða „rangur“.51 En „réttlætið er köld
dygð“, sagði skáldið Ólafur Kárason, „og ef hún sigrar ein verður fátt
eftir til að Iifa fyrir í mannheimi.“ Hver er líka kominn til með að
segja að réttlætið sé æðra öðrum dygðum (nema þá Platón!)? Það er
mikilvægt, en hví er það endilega sá samnefnari sem aðrar dygðir geta
gengið upp í?
Foot hafnar sem fyrr segir greinarmuninum á tvenns konar
afleiðingum athafna og einnig því að munurinn á athöfn og athafna-
leysi skipti einhverju höfuðmáli. Þess í stað stingur hún upp á
skilum verknaðar- og taumhaldsskyldna, sem vegin voru og léttvæg
fundin hér að framan. Hún notar þessi skil meðal annars til að rök-
styðja að söguhetjan í klípusögu 3 taki rétta ákvörðun með því að
beina vagninum á teininn með eina verkamanninum (sem er út af fyrir
sig sama niðurstaða og ég komst að) enda takist þar á tvær skyldur af
sömu tegund.52 En hún virðist alls ekki átta sig á vandanum við að
skilgreina þessar tvær skyldugerðir. Þannig túlkar hún dæmið um
gíslana og hryðjuverkamanninn svo að þar meini taumhaldsskyldan
gagnvart samgíslnum okkur að fullnægja verknaðarskyldunni gagnvart
50 Ég vísa hér í opinberan fyrirlestur sem Maclntyre hélt í St. Andrews á
námsárum mínum þar og samræður við hann að loknum lestri.
51 „Siðfræði nútímans", bls. 200.
Sjá neðanmálsgr. 14 hér að framan.