Hugur - 01.01.1996, Page 31

Hugur - 01.01.1996, Page 31
Af tvennu illu 29 vill meðal annars að við segjum alltaf sannleikann; sannsögli sé skil- yrðislaus dygð. Þó að við megum að vísu, ef á bjátar, reyna að drepa sannleikanum á dreif, slá út í aðra sálma o.s.frv., þá megum við á endanum aldrei Ijúga. Þetta þýðir, sagði Maclntyre eitt sinn í góðum hópi, að vinir hans þekki ekki sannsögulli mann en hann en heldur engan jafn lævi blandinn! En hvað ef kvöðin um að segja satt stangast á við kvöðina að bjarga saklausu mannslífi, eins og þekkt er úr ýmsum klassískum dæmisögum? Maclntyre á það eitt svar að Guð veiti manni styrk til að taka rétta ákvörðun við slíkar aðstæður og komast óskaddaður frá henni - en þá talar hann ekki lengur sem dygðafræðingur heldur sem kaþólikki sem hann er auðvitað umfram allt.50 Anscombe rígheldur í regluna um tvenns konar afleiðingar athafna, reglu sem fyrr var rædd og hafnað. Að auki virðist hún líta svo á að réttlætið sé æðst dygða og talar um yfirburði þess gagnvart orðasam- böndunum „siðferðilega réttur“ eða „rangur“.51 En „réttlætið er köld dygð“, sagði skáldið Ólafur Kárason, „og ef hún sigrar ein verður fátt eftir til að Iifa fyrir í mannheimi.“ Hver er líka kominn til með að segja að réttlætið sé æðra öðrum dygðum (nema þá Platón!)? Það er mikilvægt, en hví er það endilega sá samnefnari sem aðrar dygðir geta gengið upp í? Foot hafnar sem fyrr segir greinarmuninum á tvenns konar afleiðingum athafna og einnig því að munurinn á athöfn og athafna- leysi skipti einhverju höfuðmáli. Þess í stað stingur hún upp á skilum verknaðar- og taumhaldsskyldna, sem vegin voru og léttvæg fundin hér að framan. Hún notar þessi skil meðal annars til að rök- styðja að söguhetjan í klípusögu 3 taki rétta ákvörðun með því að beina vagninum á teininn með eina verkamanninum (sem er út af fyrir sig sama niðurstaða og ég komst að) enda takist þar á tvær skyldur af sömu tegund.52 En hún virðist alls ekki átta sig á vandanum við að skilgreina þessar tvær skyldugerðir. Þannig túlkar hún dæmið um gíslana og hryðjuverkamanninn svo að þar meini taumhaldsskyldan gagnvart samgíslnum okkur að fullnægja verknaðarskyldunni gagnvart 50 Ég vísa hér í opinberan fyrirlestur sem Maclntyre hélt í St. Andrews á námsárum mínum þar og samræður við hann að loknum lestri. 51 „Siðfræði nútímans", bls. 200. Sjá neðanmálsgr. 14 hér að framan.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.