Hugur - 01.01.1996, Page 32
30
Krístján Krístjánsson
hópnum.53 En því tókust þar ekki líka á tvær taumhaldsskyldur?
Liggur munurinn í því að í öðru dæminu stendur okkur ógn af náttúr-
legri hendingu en í hinu af persónu? Ef „hryðjuverkamaðurinn“ hefði
verið stjómlaust vélmenni hefði þá verið um tvær taumhaldsskyldur
að ræða? Skipti kannski máli að í afbrigði Foot af sögu 3 virðist enn
ekki ljóst, áður en gripið er í handfangið, á hvorum teininum vagninn
muni lenda, sé ekkert að gert; er það ástæðan fyrir því að þar eiga að
takast á tvær skyldur sömu gerðar?
Spyr sá sem ekki veit. Ef til vill stendur Foot jafnráðþrota frammi
fyrir slfkum spumingum og ég; að minnsta kosti er ljóst að hún slær
sjálf þann vamagla í umfjöllun sinni um gíslasöguna að jafnvel þótt
boðið um að virða taumhaldsskyldu gagnvart samgíslnum væri ekki
algilt þá útilokaði krafan um réttlæti að við dræpum hann. Foot er þar
með tekin að róa á svipuð mið og Anscombe. En þá má spyija hana
þrenns: 1) Er líf og heilsa allra hinna gíslanna ekki líka réttlætismál?
2) Jafnvel þó að svo væri af einhveijum ástæðum ekki hvemig getur
Foot leyft sér að fullyrða að krafan um réttlæti yfirgnæfi og útiloki í
mörgum tilvikum mat á afleiðingum verknaðar til góðs eða ills, þegar
hún heldur því fram á sama tíma að við höfum ekki fundið neina við-
unandi siðferðiskenningu og þurfum að halda leitinni áfram?54
Hvernig veit hún að hin rétta siðferðiskenning myndi kveða á um
slíkan forgang? 3) Hvers vegna gerir Foot hér ekki ráð fyrir þeim
kosti, sem hún tíundar á öðrum stað,55 að til séu ósammælanlegir
siðadómar: að í einhveijum tilvikum sé til dæmis ókleift að skera úr
um hvort boð einnar dygðarinnar eða annarrar séu mikilvægari þegar
um árekstur milli þeirra er að ræða?
53 Sjá neðanmálsgr. 15 hér að framan. í umræðum um þessa sögu hafa
menn yfirleitt gefið sér að hún sé einstök í sinni röð, þ.e. hafi ekki
fordæmisgildi. Ella myndu nytjastefnumenn að sjálfsögðu taka það
með í reikninginn. Þeir gætu þannig almennt andmælt því að látið
yrði undan kröfum hryðjuverkamanna, t.d. um að félögum þeirra væri
sleppt úr fangelsi (þótt slíkt virtist stuðla að heildarhamingju
augnabliksins), með þeim rökum að „árangurinn" hvetti þessa og aðra
af sama sauðahúsi til áframhaldandi voðaverka og ylli þannig miklu
langtímaböli.
54 Sjá „Utilitarianism and the Virtues", bls. 206-9.
55 Sjá ritgerð hennar, „Moral Realism and Moral Dilemma", The Joumal
of Philosophy, 80 (1983), einkum bls. 392-97.