Hugur - 01.01.1996, Síða 45
Orðræðan um frelsið
43
það eftir þeirri mynd sem menn gera sér af manninum hvað talið er
mikilvægast í þessu ferli. Hjá Platoni rekumst við til dæmis iðulega
á þá hugmynd að þekking á því sem okkur er raunverulega til góðs sé
nauðsynlegt skilyrði þess að vera fijáls maður; annars erum við þrælar
ástríðnanna. Öfugt við hið neikvæða viðhorf til frelsisins getum við,
samkvæmt Platoni, aukið frelsi okkar í raun með því að losa okkur
við langanir, með því skilyrði þó að skynsemin leiðbeini okkur, því
hún ein getur sagt okkar hveijir raunverulegir hagsmunir okkar eru. í
sögu heimspekinnar hefur þetta frelsishugtak skynsemishyggjunnar
birst í ýmsum ólíkum myndum; meðal þeirra hefur viðhorf Karls
Marx vafalaust haft einna mest áhrif.
Á hinn bóginn var Marx einnig að bijótast undan þessum hug-
myndum skynsemishyggju og eðlishyggju um manninn og lagði
mikla áherslu á sköpunarmáttinn sem stöðugt er að verki í lífi
einstaklinganna í samfélaginu. Kenningin átti að sýna fram á
möguleika mannsins til að ná róttækara valdi á örlögum sínum en
forfeðrum hans var nokkru sinni fært og þar með gaf hann frelsinu
nýtt vægi sem höfuðmarkmiði samfélagsins. Eins og einn túlkandi
Marx orðar það: „Þegar [...] sjálfsþroski er gerður að vísvitandi mark-
miði mannlegrar starfsemi, birtist frelsið sem markmið í sjálfu sér.
Frelsið er þannig ekki aðeins þær athafnir sem geta af sér verðmæti
heldur það sem gerir það að verkum að eftir þessum verðmætum er
sóst og gefur þeim því gildi sitt.“21 í rauninni verður þessi alhæfing
á gildi sjálfræðisins að hugsjón um einstaklinga sem birta sköpunar-
kraftinn óheftan í breytni sinni, eins konar fagurfræðilegri sýn á
„samfélagið sem listaverk”.22 Að mati Jean-Paul Sartres eru jafnvel
siðareglur og siðferðileg umhugsun tregðuvaldar og andstæðir
sköpunarhugsjóninni sem að hans áliti er kennimark hinnar sönnu
21 Carol C. Gould, Marx's Social Ontology. Individuality and Commu-
nity in Marx's Theory of Social Reality (Cambridge: The MIT Press
1978), s. 118.
22 Sbr. Herbert Marcuse, „Society as a Work of Art“, The Good Society, A
Book of Readings, ritstj. Anthony Arblaster og Steven Lukes (New
York: Harper & Row 1972), s. 364-369. Þessar hugmyndir Sartres
koma hvað skýrast fram í riti hans Critique of Dialectial Reason, Alan
Sheridan-Smith þýddi úr frönsku, (London: NLB 1976) þar sem hann
útfærir marxíska þjóðfélagskenningu sína.