Hugur - 01.01.1996, Page 64
Hugur 8. ár, 1995-1996
s. 62-76
Henry Alexander Henrysson
Um List ogfegurð eftir Símon
Jóhannes Ágústsson*
íslensk heimspeki getur varla talist rík af umræðum og ritverkum um
fagurfræði. „List“ og „fegurð“ eru því hugtök sem hafa ekki verið
fyrirferðarmikil í heimspekilegri orðræðu hér á landi, en þó má finna
ánægjulegar undantekningar. List og fegurð eftir Símon Jóhannes
Ágústsson er ein þeirra og er hún jafnframt viðfangsefni þessarar
ritgerðar. í fyrsta hluta verður rætt lítillega um Símon sjálfan og List
og fegurð. Einnig verður reynt að gera lauslega grein fyrir menn-
ingarlegu umhverfi verksins og ástæðum þess að Símon flytur
fyrirlestrana sem það byggir á. í öðrum hluta hefst umfjöllunin um
sjálft verkið og það hvernig Símon gerir grein fyrir hugmyndum
sínum um list og fegurð. Þriðji hluti fjallar svo um ýmsar skil-
greiningar. Fjórði og síðasti hluti ritgerðarinnar snýst um niðurstöður
Símonar og greinargerð hans fyrir svokallaðri fegurðartjáningu. í
fxmmta hluta verða dregnar saman niðurstöður þeirra ætlana sem hér
hafa verið reifaðar.
I
Símon Jóhannes Ágústsson fæddist að Kjós í Reykjarfirði 1904.
Hann lauk stúdentsprófi 1927 og sigldi sama sumar út til Frakklands
til þess að stunda nám við Sorbonneháskóla í París. Hann lauk þaðan
prófi 1932. Honum var veittur styrkur úr Hannesar Árnasonar
sjóðnum 1933 til fjögurra ára, eins og reglur sjóðsins gerðu ráð fyrir.
Að þremur árum liðnum, 1936 varði hann doktorsritgerð sína við
Sorbonneháskóla, en ritgerð Símonar var mikið rit um þýska upp-
eldisfræðinginn Georg Kerschensteiner og kenningar hans. Þá snéri
hann heim að nýju og starfaði að margs konar fræðistörfum, var
ráðunautur um barnaverndarmál, flutti að staðaldri fyrirlestra við
Uppistaðan að þessari ritgerð er erindi sem ég flutti í málstofunni
íslensk heimspeki, sem Gunnar Harðarson hafði umsjón með, á
haustmisseri 1995. Gunnari og Skúla Pálssyni þakka ég góðar ábend-
ingar og gagnlegar athugasemdir.