Hugur - 01.01.1996, Page 68
66
Henry Alexander Henrysson
margvíslegum myndum, að fánýtt þótti að ætla að eltast við algildar,
sístæðar og tæmandi reglur yfir hana.
í niðurlagi 1. kafla ræðir Símon í nokkrum orðum um fegurðina
sjálfa. Hann segir hana vera sjálfstætt gildi, fegurðarreynslan sé
einslök reynsla og sameign „allra andlega heilbrigðra manna, sem
fullri skynsemi eru gæddir".3 Líf án listar yrði snautt, fegurðin sé salt
jarðar, sem mannkynið hvorki geti né vilji vera án. Að lokum segir
Símon að ef við værum svipt fegurðarskynjun og fegurðarhugsjón,
stæðum við ómennsk eftir.
Erfegurð hlutlœg eða huglœg?
í öðrum kafla ræðir Símon spurninguna, sem hann drap á í for-
málanum, hvort fegurðin byggi á skyn- eða hluteigindum. Hann hefur
að vísu svarað spurningunni fyrir sitt leyti, en umræða hans í
kaflanum er engu að síður mjög fróðleg. Vandamálið er sígilt innan
heimspekinnar. Menn hafa alltaf átt erfitt með að viðurkenna að eitt-
hvað í veruleikanum sé ekki hluteigind, þar sem það leiði ekki til
annars en algerrar ringulreiðar varðandi gildi smekksdóma.
Símon leggur mikla áherslu á hversu grunnhyggið þetta viðhorf sé.
Skyneigindimar séu okkur eins raunverulegar og hluteigindimar, þær
séu ófrávíkjanlegur veruleiki í reynslu okkar. Fegurðin er því að hans
áliti gildi sem hugur okkar og andi gefur hlutunum. Ástæða þess að
það er hægt að rökstyðja smekksdóma, sem em eingöngu huglægir í
þessuin skilningi, segir Símon byggja á sálfræðilegum gmnni. Gerð
skynfæra okkar, gerð hugsunar okkar, hvata og tilfmninga eða bara
gerð sálarlífsins yfirleitt er eins í „öllum heilvita mönnum“,4 eins og
Símon kemst að orði. Mannlegt eðli er öllum mönnum sameiginlegt.
Vegna þess að reynslu manna og hugsun ber saman um svona margt
er hægt að rökræða dóma sem byggja á skyneigindum.
Það að við getum skilið tjáningu listamanns í listaverki hans og
gert þá tjáningu að okkar er frumforsenda þess að fegurð geti leynst í
listaverki. Listskoðandinn og listaverkið mynda því óijúfanlega heild.
Tjáning listaverks er því engu að síður undir okkur komin en því. Það
3 Símon Jóhannes Ágústsson, List og fegurð, (Reykjavík: Iðunn 1993)
Bls. 22.
Tilv.rit, bls. 25.
4