Hugur - 01.01.1996, Page 69

Hugur - 01.01.1996, Page 69
Um list og fegurð 67 er vegna þessa sem hin stórbrotnustu listaverk geta farið fyrir ofan garð og neðan hjá almenningi, á meðan maður með mikinn fegurðar- þroska getur séð fegurð í hversdagslegustu hlutum. Símon leggur þannig mikla áherslu á einhvers konar mannlegan fegurðarþroska fyrir hvern þann sem vill leggja dóm á fegurð hluta, en hann nefnir einnig að menn geti verið misjafnlega fyrir kallaðir til þess að njóta fegurðar. Skynmyndir okkar af sama hlutnum geta þannig haft mismunandi fegurðarstig, ef svo má að orði komast. Hugarástand, eða sálarástand, njótanda er því þáttur sem Srmon leggur mikla áherslu á. En í loka- orðum kaflans dregur Símon niðurstöður sínar saman og segir: Fegurð hluta og listaverka er fólgin í sérstakri merkingu sem vér leggjum í þau. Þessi merking er háð eðlisfari voru, reynslu og menntun, hún er bundin skynformi táknanna, sem gefur hana til kynna. í list getur eitt tákn aldrei komið í annars stað. Fegurðin er ekki hluteigind, heldur sérstök merking, sem vér getum séð í hlut- unum. Fegurðin er gildi, sem einungis er til í mannsandanum og andi vor einn getur skapað. Gildir þetta jafnt um listfegurð sem náttúrufegurð.-’ Hér er eftirtektarvert að Símon nefnir ekki hugarástand (enda þótt hann nefni mannsandann almennt) sem einn þeirra þátta sem merk- ingin er háð. Það er í töluverðu ósamræmi við önnur orð í kaflanum þar sem hann gerir, eins og áður sagði, töluvert úr þætti hugarástands við myndun fagurfræðilegra dóma. Held ég að það sé engin tilviljun að Símon sleppir hugarástandinu í tilvitnuninni hér á undan. Hugarástand hefði einfaldlega ekki komið vel út í þessari upptalningu, þar sem margir fagurfræðingar (s.s. Kant) hafa fært fyrir því sterk rök að dómar mismunandi hugarástands geti varla talist fagurfræðilegir dómar þar sem þeir geti ekki talist byggðir á sammannlegum grund- velli. Náttúrufegurð og listfegurð í þriðja kafla ræðir Símon samband og sérstöðu náttúru- og listfegurðar. Er þetta einn þeirra kafla bókarinnar, sem hvað eftirtektar- verðastir pru hvað varðar íslenska listskoðun á þeim tíma sem Símon flytur fyrirlestrana. Þetta voru, eins og áður sagði, tímar þegar 5 Tilv.rit, bls. 30.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.