Hugur - 01.01.1996, Page 69
Um list og fegurð
67
er vegna þessa sem hin stórbrotnustu listaverk geta farið fyrir ofan
garð og neðan hjá almenningi, á meðan maður með mikinn fegurðar-
þroska getur séð fegurð í hversdagslegustu hlutum. Símon leggur
þannig mikla áherslu á einhvers konar mannlegan fegurðarþroska fyrir
hvern þann sem vill leggja dóm á fegurð hluta, en hann nefnir einnig
að menn geti verið misjafnlega fyrir kallaðir til þess að njóta fegurðar.
Skynmyndir okkar af sama hlutnum geta þannig haft mismunandi
fegurðarstig, ef svo má að orði komast. Hugarástand, eða sálarástand,
njótanda er því þáttur sem Srmon leggur mikla áherslu á. En í loka-
orðum kaflans dregur Símon niðurstöður sínar saman og segir:
Fegurð hluta og listaverka er fólgin í sérstakri merkingu sem vér
leggjum í þau. Þessi merking er háð eðlisfari voru, reynslu og
menntun, hún er bundin skynformi táknanna, sem gefur hana til
kynna. í list getur eitt tákn aldrei komið í annars stað. Fegurðin er
ekki hluteigind, heldur sérstök merking, sem vér getum séð í hlut-
unum. Fegurðin er gildi, sem einungis er til í mannsandanum og andi
vor einn getur skapað. Gildir þetta jafnt um listfegurð sem
náttúrufegurð.-’
Hér er eftirtektarvert að Símon nefnir ekki hugarástand (enda þótt
hann nefni mannsandann almennt) sem einn þeirra þátta sem merk-
ingin er háð. Það er í töluverðu ósamræmi við önnur orð í kaflanum
þar sem hann gerir, eins og áður sagði, töluvert úr þætti hugarástands
við myndun fagurfræðilegra dóma. Held ég að það sé engin tilviljun
að Símon sleppir hugarástandinu í tilvitnuninni hér á undan.
Hugarástand hefði einfaldlega ekki komið vel út í þessari upptalningu,
þar sem margir fagurfræðingar (s.s. Kant) hafa fært fyrir því sterk rök
að dómar mismunandi hugarástands geti varla talist fagurfræðilegir
dómar þar sem þeir geti ekki talist byggðir á sammannlegum grund-
velli.
Náttúrufegurð og listfegurð
í þriðja kafla ræðir Símon samband og sérstöðu náttúru- og
listfegurðar. Er þetta einn þeirra kafla bókarinnar, sem hvað eftirtektar-
verðastir pru hvað varðar íslenska listskoðun á þeim tíma sem Símon
flytur fyrirlestrana. Þetta voru, eins og áður sagði, tímar þegar
5
Tilv.rit, bls. 30.