Hugur - 01.01.1996, Page 75

Hugur - 01.01.1996, Page 75
Um list og fegurð 73 að þær hafi frekar almennt sálfræðilegt gildi en sérstakt fagurfræðilegt gildi. Þannig geti þær í besta falli aukið mannþekkingu okkar og dýpkað listskilning óbeint. í 12. kafla ræðir Símon þá stefnu í listrannsóknum að setja listaverk í sem allra nánast samband við einkalíf og skapgerð höfunda eins og hún kemur fram í hegðun þeirra. Bendir hann á að enda þótt þessi aðferð hljóti að teljast harla fánýt og geti varla skýrt það sem henni er ætlað að skýra, þá sé hún ákaflega vinsæl, því að forvitni manna um einkalíf náungans sé óseðjandi. Er ég nú reyndar þeirrar skoðunar að þessi athugasemd Símonar eigi sérstaklega vel við hér á landi.7 Er skemmst frá því að segja að Símon hafnar þessari aðferð og segir að enda þótl sérhvert listaverk sé persónuleg sköpun höfundar þess, sé sambandið milli lífs hans og listar alls ekki eins einfalt og þessi skoðun gerir ráð fyrir. Við höfum einfaldlega enga heimild til þess að álíta að samræmi sé milli raunverulegrar breytni listamanns og skoðana sem koma fram í sköpunarverki hans. Ég held að Símon myndi viðurkenna fyrstur manna að það sé geysilega erfitt verkefni að finna út nákvæmlega hvaða gögn þetta eru og ég er ekki einu sinni viss um að krafan sé beinlínis um það. Hins vegar held ég að ég skilji Símon rétt þegar ég túlka þessi orð hans þannig að það sé harla fánýtt að safna öllu því sem viðkemur einhveijum listamanni í eina hrúgu, klína því svo á listsköpun hans og athuga að lokum hvort ekki hafi fengist út heilleg mynd af listsköpuninni. í þessu verði maður að temja sér sparsemi og varast að tengja saman hluti sem er ekki ætlað að tengjast. ^ Raunar ekki aðeins á íslandi. Ef eitthvert umræðuefna Listar og fegurðar er ofarlega á baugi nú um stundir þá held ég að þetta sé það. Varla er skrifað rit um verk listamanns nú án þess að upp hefjist rifrildi um hversu mikið hefi verið réttlætanlegt að blanda persónu lista- mannsins inn í umföllunina. í þessu sambandi dettur mér alltaf f hug saga sem ég heyrði um að einhver hafi sagt um Stein Steinarr að hann hafi verið ómerkilegt skáld því hann hafi átt það til að hnupla hlutum setn lágu á glámbekk!
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.