Hugur - 01.01.1996, Síða 77
Um list ogfegurð
75
listnjótandinn getur skilið. í seinna dæminu nefnir hann þann vanda
sem tvlilton var í með Satansmynd sína. Annars vegar var honum ljós
guðfræðileg nauðsyn þess að Satan væri hrein persónugerving hins
illa, en hins vegar fagurfræðileg nauðsyn þess að gera skapgerð hans
sennilega og skiljanlega fyrir listnjótandann.
Fegurðarljáning er þannig sköpun sem á að gera okkur kleift að
skoða hugmyndir sem tilfxnningar okkar íklæðast. Það er ekki fyrr en
við þessa endursköpun tilfinningar sem við þekkjum eðli og sérkenni
hennar. Símon telur þess vegna fegurð ekki vera hluteigind hluta og
ekki heldur skynmyndir okkar af þeim, hún er sá andi, tilfmning og
merking sem í þeim búa. Svo vitnað beint í Símon:
Það er þetta tjáningarstarf, sem fer fram í hugum vorum, er réttilega
kallast fegurð. Fegurð er því ávallt andlegt gildi, ávöxtur andlegs
starfs. Besta lýsing þessarar andlegu reynslu virðist vera sú í fáum
orðum, að vér íklæðum tilfinningar vorar skynformum, hefjum þær
til vitundar, öðlumst skilning á þeim og endurlifum á þann hátt í
ímyndun vorri tilfinningareynslu vora, án ósxdtyggju, viðbjóðs eða
losta. Þetta skýrir, hvers vegna fegurðin birtist oss sem „gamal-
kunnug nýjung", eitthvað, sem vér þekkjum, en er þó nýtt engu að
síður...
V
Það er nokkuð ljóst að List og fegurð er ekki gallalaust verk. Ég hef
þegar reil'að nokkur atriði í yfirferðinni yfir kaflana, en ég verð þó að
benda á nokkur atriði til viðbótar, sem koma í veg fyrir að það sé
hægt að gleypa við öllu sem þar stendur - enda er ég nú ekkert viss
um að Símon hefði viljað að fólk tæki verkinu gagnrýnilaust.
Hann gerir til dæmis aldrei ráð fyrir að það sé nokkur möguleiki á
þriðju leiðinni eða nokkurs konar millivegi milli kenninganna tveggja
sem htuin gerir grein fyrir í upphafi. Held ég svo dæmi sé tekið að
hann taki of einstrengingslega afstöðu gegn kenningum um að fegurð
sé hiuteigind hlula og að þær feli í sér einhvers konar reglur um það í
hverju fegurðin felist. Þar á milli þurfa ekki að vera bein tengsl, en
líklega er það hárrétt að þessar reglur eru ekki til. Einnig vantar tölu-
vert upp á að hann geri grein fyrir sálarfræði þeirri sem hann byggir
10
Tilv.rit, bls. 145.