Hugur - 01.01.1996, Blaðsíða 95
Hversvegna?
93
ráðgátan hversvegna ég fæddist á þessari ákveðnu öld, í landi og inn
í fjölskyldu sem ég gat ekki valið, með skaphöfn og hæfileika sem
ég verð að sætta mig við.3~*
Sú staðreynd að ég fæddist á þessari öld í tilteknu landi og inn í
ákveðna fjölskyldu en ekki á annarri öld og í öðru landi og inn í aðra
fjölskyldu, ásamt tilvist efnisins, b'fsins og þeirrar staðreyndar að ég
„fæddist til að deyja“ eru „óskýranleg fyrirbæri".36
Að svo miklu leyti sem Pascal og Roubiczek eru einungis að
kvarta yfir því hve lífið er stutt og maðurinn vanmáttugur þá er það
sem þeir segja fyllilega skiljanlegt. Það sem má efast um er hvort
„hversvegna“ í spurningu þeirra innleiði skiljanlega spurningu og
þessvegna hvort „ráðgáta“ fæðingarinnar sé dæmi um raunverulega
vanþekkingu. Að hveiju eru Pascal og Roubiczek að leita þegar þeir
spyija „hversvegna er ég hér og nú frekar en þar og þá?“ Vissulega
ekki einstökum atriðum um ættartré sín. Pascal (og ég er viss um að
sama á við um Roubiczek) vissi hveijir foreldrar hans voru og við
getum gert ráð fyrir að honum hafi verið kunnugt um staðreyndir
líffræðilegrar æxlunar. Ennfremur er mjög vafasamt að Pascal og
Roubiczek, þótt þeir trúi báðir á Guð, séu hér að spyija spurninga urn
fyrirætlanir Guðs. Vissulega hefur spumingin „Hversvegna er ég hér
og nú en ekki þar og þá?“ oft verið borin fram af fólki sem trúir ekki
á neitt guðlegt áform. En ef spurningin gefur ekki til kynna leit,
annaðhvort að smáatriðunum um ættemi einstaklingsins eða að
fyrirætlunum guðdómsins, hvers konar leit er þá um að ræða?
Bersýnilega leit án stefnu og þessvegna er spumingin merkingarlaus.
Einnig ætti að segja að það er eitthvað óekta og öfugsnúið við undmn
Pascals. í rauninni fæddist Pascal inn í Frakkland sautjándu aldar.
Gemm ráð fyrir að hann léti í ljós undmn yfir því að hafa ekki fæðst
inn í Ítalíu fjórtándu aldar eða England nítjándu aldar. En hvað ef hann
hefði fæðst inn í Ítalíu fjórtándu aldar eða England nítjándu aldar?
Hann mundi nú láta í ljós (eða gæti með alveg eins gildum rökuin
látið í ljós) undrun yfir því að hafa ekki fæðst inn í Frakkland
sautjándu aldar. Pascal segir okkur frá undrun sinni yfir að vera hér og
36 Existentialism For and Against (Tilvistarstefnan, með og móti),
Cambridge, England, 1964, bls. 161.
36 Ibid.