Hugur - 01.01.1996, Page 96
94
Paul Edwards
nú en ekki þar og þá, en það er Ijóst að ef hann hefði verið þar og þá
mundi hann hafa látið í ljós jafn mikla undrun yfir því að vera hér og
nú. Ef ég læt í ljós undrun yfir því að A gerist í stað B, og ef ég læt í
Ijós jafn mikla undrun þegar B gerist, við aðstæður sem eru að öðru
leyti eins, geri ég mig kannski ekki sekan um formlega mótsögn, en
atferli mitt er greinilega fáránlegt og ég sýni það sem sumir höfundar
kalla „ósamkvæmni í verki“.
Ef til vill var Pascal undrandi yfir að hafa fæðst yfirleitt. Þessi
undrun væri þó engu síður öfugsnúin en undrun yfir því að vera hér
og nú en ekki þar og þá. Ef annað eða báðir foreldrar Pascals hefðu
þjáðst af alvarlegum fijósemisgalla væri undrun hans yfir því að hafa
fæðst ekki óeðlileg þegar hann liti til baka; og hefði fæðingu hans
fylgt alvarlegir erfiðleikar kynni undrun yfir því að hafa fæðst lifandi
vel að vera við hæfi. Foreldrar Pascals hefðu vel getað átt við
fijósemisvandamál að stríða og kannski hefur fæðing hans verið
óvenjulega erfið. En ljóst er að það er ekkert þess háttar sem hann
hafði í huga. Að svo miklu leyti sem Pascal undraðist það að hafa
fæðst þá var það undrun sem hann mundi álíta jafn viðeigandi fyrir
alla menn, þar með talda þá sem fæddust þrautalaust og þá sem áttu
foreldra sem voru annálaðir fyrir fijósemi. í síðara tilvikinu væri þó
undrun yfir því að hafa fæðst vissulega fáránleg og sama á við um
allsbeijarundrun - undrun yfir fæðingu allra manna. Þetta verður
sérlega auösætt þegar við leiðum hugann að því að ætti hin paskalska
undrun rétt á sér þá ætti hún jafn vel við um fæðingu manna í
framtíðinni. Hvað gæti samt verið minna undrunarefni en það að verði
menn til í framtíðinni þá muni þeir líka auka kyn sitt! Um leið og
maður kannar slíka „hinstu leyndardóma" með gagnrýnu hugarfari
leysast þeir upp og verða fáránlegir og innantómir.
Hversvegna er heimurinn til?
En snúum okkur að aðalviðfangsefninu. Það er líka hægt að komast
að þeirri niðurstöðu að hin allrahinsta hversvegna-spurning sé
merkingarlaus með því að hyggja að því hvað hefur hér komið fyrir
orðið „hversvegna“. Dálítil umhugsun sýnir að í allrahinstu
spumingunni hefur „hversvegna“ glatað öllum venjulegum merking-
um sínum án þess að hafa fengið neina nýja. Við skulum sjá hvemig
þetta kemur út þegar spurningin er borin fram í þessu formi: