Hugur - 01.01.1996, Side 109

Hugur - 01.01.1996, Side 109
Ritdómar 107 engin aðgengileg bók um sögu hennar var til fyrir unglinga. Veröld Soffíu er skrifuð til að ráða bót á þessu. Veröld Soffíu. Soffía er á fimmtánda ári, dag einn berst henni ófrímerkt bréf og í því er einfaldlega spurt: Hver ert þú? Stuttu síðar berst annað bréf og þar er spurt: Hvernig varð heimurinn til? Þriðja sendingin er frímerkt póstkort sem stflað er á aðra stúlku, Hildu, en er þó látið berast til Soffíu samkvæmt áritun. Fjórða sendingin er upphaf námskeiðs í heimspeki: „Kæra Soffía, það eru til spurningar sem ættu að höfða til allra manna. Það eru þannig spumingar sem þetta námskeið fjallar um“ (s. 19). Fyrstu 140 síðurnar fjalla um upphaf heimspekinnar hjá Grikkjum, gerð er grein fyrir kenningum náttúruspekinganna, Sókratesar, Platóns og Aristótelesar og einnig er fjallað um hellenismann. Af þessum hluta bókarinnar eru u.þ.b. 80 síður feitletraðar en þannig er efni bréfanám- skeiðsins auðkennt. Það er ljóst af þessu upphafi að Gaarder reynir að brúa bilið milli fræðslu- og ráðgátuaðferðarinnar. Auk ofangreindra spuminga tekur hann m.a. á eftirfarandi spumingum: Hvað er heimspeki? Er einhver vilji eða merking að baki alls sem gerist? Er eitthvert líf eftir dauðann? Hvemig er hægt að finna svör við heimspekilegum spumingum? Hvemig eigum við að lifa? Finnst þér lífið ekki undarlegt? Hvað er goðsöguleg útskýring? Hvað er náttúruleg útskýring? Getur eitthvað orðið til úr engu? Er eitthvert frumefni til sem allt annað er gert úr? Þessar spumingar og fleiri koma allar firam á fyrstu 30 síðum sögunnar. Lipman og Matthews myndu stóla á samræður nemenda til að vinna úr þessu efni, Lipman myndi a.m.k. semja verkefni og spumingaraðir til að auðvelda kennurum leikinn. Gaarder vinnur þetta hins vegar fyrir lesandann í gegnum feitletruðu heimspeki- sögufyrirlestrana. Tímabilið frá miðöldum fram til Berkeley spannar næstu 100 síðumar (157-260), þar er fjallað um endurreisnina, barokktímann, Descartes, Spinoza, Locke og Hume. í þessum hluta bókarinnar kynnast Soffía og heimspekikennarinn, Alberto Knox, persónulega. Hér eru engir feitletrað- ir fyrirlestrar heldur vinnst sagan áfram í „samtölum" meistara og lærlings. Hlutverk Soffíu er ekki burðugt í þessum samtölum, innlegg hennar er í eftirfarandi anda: „Mér finnst ég hafa heyrt þetta áður.“ „Ég held að ég viti hvað hann á við.“ „Mér geðjast ekki að þeirri tilhugsun að ég ráði ekki yfir mér sjálf.“ „Ég veit það ekki.“ „Nei, ljónið lifir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.